Ísafold lýkur fjármögnun á 7,4 milljarða króna lánasjóði

Starfsmenn Ísafoldar Capital Partners, f.v. Brjánn Bjarnason, Kristinn Guðjónsson, Gísli …
Starfsmenn Ísafoldar Capital Partners, f.v. Brjánn Bjarnason, Kristinn Guðjónsson, Gísli Valur Guðjónsson og Elmar Eðvaldsson.

Ísafold Capital Partners lauk fjármögnun á lánasjóðnum MF3 í lok árs 2022. Stærð sjóðsins er 7,4 milljarðar króna og mun hann taka þátt í fjárfestingaverkefnum íslenskra fyrirtækja og fjárfesta að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu.

„Það er óhætt að segja að við séum stoltir af því trausti sem fjárfestar sýna okkur aftur“ segir Gísli Valur Guðjónsson, framkvæmdastjóri Ísafold Capital Partners, í tilkynningunni.

„Um 50% aukning er í fjölda fjárfesta og stærð sjóðsins frá MF2. Framundan eru áhugaverðir tímar í íslensku efnahagslífi með krefjandi áskorunum sem og spennandi tækifærum. MF3 getur, líkt og forverar sínir, boðið upp á óhefðbundna fjármögnunarmöguleika og sveigjanleika sem getur hjálpað fyrirtækjum að vera betur í stakk búin til að mæta áskorunum og grípa tækifæri.“

Stofnað árið 2009

Þá segir Gísli Valur að fyrri MF sjóðir félagsins hafi m.a komið að fjármögnun á skuldsettum yfirtökum, fasteignaverkefnum og fjármögnun vaxtartækifæra.

Ísafold Capital Partners, sem var stofnað árið 2009, sérhæfir sig í rekstri sjóða með áherslu á fjárfestingar í lánum og lánatengdum afurðum. Félagið er í fullri eigu starfsmanna.

MF3 er þriðji sjóður félagsins. MF1 slhf. var stofnaður í upphafi árs 2016 og verður slitið á þessu ári. Sjóðurinn var 4 milljarðar króna að stærð og fjárfesti í 12 verkefnum. MF2 hs. var stofnaður seint á árinu 2020 og hefur fjárfest í 11 verkefnum. Sjóðurinn var 4,9 milljarðar króna að stærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK