Lokið fjármögnun á tveimur Boeing 737 MAX 8

Vélarnar sem um ræðir eru nú í fullri eigu Icelandair …
Vélarnar sem um ræðir eru nú í fullri eigu Icelandair sem keypti þær fyrir handbært fé síðastliðið haust. mbl.is/Árni Sæberg

Icelandair hefur lokið fjármögnun á tveimur Boeing 737 MAX 8 flugvélum í samstarfi við Itasca Re og þýska bankann NORD/LB. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en um er að ræða tryggingavarða fjármögnun. Heildarfjárhæð fjármögnunarinnar er um 67 milljónir Bandaríkjadala.

Vélarnar sem um ræðir eru nú í fullri eigu Icelandair sem keypti þær fyrir handbært fé síðastliðið haust.

„Það er okkur mikið ánægjuefni að tilkynna um þessa mikilvægu fjármögnun í samstarfi við NORD/LB og Itasca Re. Mikil samkeppni var um aðkomu að þessu verkefni. Það skilaði sér í mjög samkeppnishæfum kjörum og staðfestir jafnframt trú fjárfesta á virði og styrkleikum MAX vélanna og ekki síður trú þeirra á Icelandair og viðskiptalíkan félagsins,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Group. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK