Þurfum líklega að hækka eftirlaunaaldur hér á landi

Það þarf að ryðja úr vegi hindrunum til að auka hagvöxt og lífsgæði hér á landi.

Þetta segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, í viðtali við Dagmál. Þar er meðal annars rætt um vinnumarkaðinn og þær áskoranir sem hann stendur frammi fyrir.

„Ég er á því að við þurfum líklega að hækka eftirlaunaaldurinn en hafa það valfrjálst, þannig að við séum með fleiri [við störf] og lengur,“ segir Lilja Dögg.

Hún vísar til þess að aðrar þjóðir hafi hækkað eftirlaunaaldur en tekur fram að Íslendingar hafi ánægju af því að vinna. Þá nefnir hún einnig að nauðsynlegt sé að styðja við ný störf, til dæmis í skapandi greinum, sem ungt fólk laðast að.

Hér fyrir ofan má sjá ummæli Lilju Daggar um þetta atriði. Í þættinum er almennt rætt um stöðuna í hagkerfinu og horfurnar framundan, um orkumál, stöðu ríkissjóðs, hlutverk lífeyrissjóða og margt fleira.

Hér er að horfa á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.

Lilja Alfreðsdóttir.
Lilja Alfreðsdóttir. Ljósmynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK