Tjónið vegna lokunarinnar milljarður

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, metur tjón vegna lokunar Reykjanesbrautar …
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, metur tjón vegna lokunar Reykjanesbrautar einn milljarð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, metur tjón flugfélagsins á um einn milljarð króna vegna lokunar Reykjanesbrautarinnar þegar færð spilltist um allt höfuðborgarsvæðið og stóra hluta landsins fyrir jól, meðal annars með þeim afleiðingum að Reykjanesbraut var lokað.

Flugfarþegar komust þá ýmist ekki á flugvöllinn eða frá honum. Þó var enn hægt að fljúga.

Tryggja að það skapist ekki aftur

Þetta kemur fram í uppgjöri félagsins fyrir lokafjórðung nýliðins árs sem um leið var ársuppgjör.

„Það er því ánægjulegt og mikilvægt að innviðaráðherra hafi sett af stað vinnu til að tryggja að slíkt ástand muni ekki skapast aftur við sambærilegar veðuraðstæður,“ er haft eftir Boga í uppgjörsskýrslunni.

„Líkt og flugiðnaðurinn í heild sinni stóðum við frammi fyrir áskorunum í rekstrarumhverfinu sem leiddu til raskana á flugi yfir háannatímann. Við vorum hins vegar í góðri stöðu til að bregðast við þessum áskorunum og lágmarka áhrif á farþega með öflugri flugáætlun, mikilli tíðni og útsjónarsemi starfsfólks,“ segir Bogi enn fremur í uppgjöri sínu við árið sem var að líða.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK