Greiðslum forgangsraðað í meira mæli

Vísbendingar eru um að fólk sé farið að forgangsraða greiðslum …
Vísbendingar eru um að fólk sé farið að forgangsraða greiðslum í meira mæli en áður þótt vanskil nú séu miklum mun minni en fyrir áratug. mbl.is/Eggert

Brynja Baldursdóttir, forstjóri Motus, stærsta fyrirtækis landsins á sviði innheimtu og kröfustýringar, segir vísbendingar um að fólk sé farið að forgangsraða greiðslum í meira mæli en áður þótt vanskil nú séu miklum mun minni en fyrir áratug.

„Við sjáum í öllum okkar gögnum að það er að hægjast á greiðsluhraðanum,“ segir Brynja og bætir við að það eigi kannski ekki að koma neinum á óvart í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu þar sem vextir hafa hækkað, verðbólga aukist o.s.frv.

Brynja Baldursdóttir, forstjóri Motus.
Brynja Baldursdóttir, forstjóri Motus. mbl.is/Árni Sæberg

Fram kemur í skýrslu fyrirtækisins fyrir seinasta ár að sem fyrr séu einstaklingar skilvísari en fyrirtæki. Sérstaka athygli veki að matvælaiðnaður er sá geiri atvinnulífsins sem einna helst glímir við aukin vanskil.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK