Þurfa ekki aukið fjármagn í uppbyggingu innviða

Margrét Tryggvadóttir tók við starfi forstjóra hjá Nova sumarið 2018.
Margrét Tryggvadóttir tók við starfi forstjóra hjá Nova sumarið 2018. Kristinn Magnússon

„Við munum halda áfram að byggja upp 5G og bylgjulengdakerfin okkar. Við erum líka að uppfæra kjarnakerfin sem stýra fjarskiptanetinu okkar, við erum að byggja undir þjónustukerfin, greiningartól og aðra þætti sem gefa okkur forskot í vöruúrvali og þjónustu,“ segir Margrét Tryggvadóttir forstjóri Nova í viðtali við ViðskiptaMoggann í dag.

Spurð um fjármögnun á þeirri uppbyggingu sem fram undan er segist hún gera ráð fyrir að vöxturinn komi úr þjónustutekjum félagsins, sem aftur koma úr fyrri fjárfestingum í innviðum félagsins. Morgunblaðið hefur áður fjallað um uppbyggingu 5G-fjarskiptakerfisins og það hversu stutt er í að 6G verði innleitt hér á landi.

Skuldlítið fyrirtæki

„Til að tryggja áframhaldandi vöxt þar þurfum við að fjárfesta í kerfunum til að halda uppi gæðunum og halda samkeppnisforskoti til að hafa burði til að þróa vörurnar okkar. Nova er skuldlítið fyrirtæki og við höfum fjármagnað uppbygginguna með fjármagni úr rekstrinum. Við gerum ráð fyrir að gera það áfram þannig að það er ekki mikil fjármögnunarþörf hjá félaginu fram undan.“

Í viðtalinu ræðir hún einnig um samkeppnina, það hvernig viðskiptavinahópur félagsins er samsettur, uppbyggingu innviða, ögrandi skilaboð í markaðsstarfi og loks umdeilt hlutafjárútboð félagsins sem fram fór í fyrra.

Lestu ítarlegt samtal í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK