Landsbréf hagnast um 814 milljónir

Helgi Þór Arason, framkvæmdastjóri Landsbréfa.
Helgi Þór Arason, framkvæmdastjóri Landsbréfa.

Landsbréf, dótturfélag Landsbankans sem sérhæfir sig í eigna- og sjóðastýringu, hagnaðist um 814 milljónir króna á síðasta ári, en tekjur félagsins námu samtals 2.019 milljónum á árinu.

Framkvæmdastjóri félagsins segir reksturinn hafa gengið vel þótt niðurstaðan sé umtalsvert lakari en á síðasta ári, en það var metár hjá fyrirtækinu. Hagnaður þess árið 2021 var 1.410 milljónir og tekjurnar 2.937 milljónir.

Rekstrargjöld félagsins lækkuðu um rúmlega 120 milljónir á milli ára og voru 985 milljónir í fyrra. Munaði þar mestu um tæplega 200 milljón króna lækkun á þjónustugjöldum til Landsbankans, en aðrir gjaldaliðir hækkuðu.

Var hagnaður félagsins fyrir tekjuskatt 1,03 milljarðar í fyrra samanborið við 1,83 milljarða árið áður, en hagnaður eftir tekjuskatt var sem fyrr segir 814 milljónir.

Starfsmenn félagsins voru á síðasta ári 22 í 21,5 stöðugildum, en heildarlaunagreiðslur félagsins numu 622,6 milljónum á árinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK