Deilur leigu­sala og eig­anda ollu kyrr­setningu vélar

Flugvélin er lögð af stað til Íslands.
Flugvélin er lögð af stað til Íslands. mbl.is/Þorgeir

Flugvél sem að flugfélagið Niceair hafði á leigu var kyrrsett við komu til Kaupmannahafnar vegna deilna á milli eiganda vélarinnar og leigusala. Flugfélagið greip til þess að útvega nýja vél og eru farþegar frá Kaupmannahöfn nú komnir af stað til Íslands.

Þetta staðfestir forstjóri Niceair, Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson í samtali við mbl.is.

Vélin átti að fara af stað klukkan 14.30 á staðartíma en fór á endanum klukkan 15.10. Vélin hafði komið til Kaupmannahafnar, full af farþegum en þegar þeir höfðu allir farið frá borði fær Niceair upplýsingar um að ekki væri hægt að nota vélina.

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdarstjóri og stofnandi Niceair.
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdarstjóri og stofnandi Niceair. mbl.is/Þorgeir

Lúðvík segist ekki vita hvað nákvæmlega lá að baki vandræðum leigusalans.

„Við leigjum vél af leigusala og leigusalinn er með hana frá eigandanum. Það eru eigandinn og leigusalinn sem eru að deila,“ segir Þorvaldur og bætir því við að deilurnar séu pínlegar fyrir flugfélagið en tengist því ekki.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK