Ísland í góðri stöðu

Pallborðsumræður um nýsköpun og vöruþróun í heilsutækni fór fram á …
Pallborðsumræður um nýsköpun og vöruþróun í heilsutækni fór fram á miðvikudag og tóku fulltrúar helstu fyrirtækjanna í bransanum þátt. Ljósmynd/Thorgeir Olafsson

Áskoranir framtíðarinnar og áhersla á sjálfbærar lausnir voru meðal umræðuefna í pallborði um nýsköpun og vöruþróun í heilsutækni á íslensku nýsköpunarvikunni, Iceland Innovation Week, sem lauk í gær. 

Fulltrúar leiðandi fyrirtækja í heilsutækni tóku þátt í umræðunum og voru þátttakendur þau Hildur Einarsdóttir, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Össurar, Sveinbjörn Höskuldsson framkvæmdastjóri tæknisviðs Nox Medical og Gísli Herjólfsson, forstjóri og einn stofnenda Controlant.

Áslaug Arna, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hélt opnunarræðu.
Áslaug Arna, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hélt opnunarræðu. Ljósmynd/Thorgeir Olafsson

Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri KLAK stýrði pallborðinu og hélt Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, opnunarræðu þar sem hún nefndi meðal annars að nýta mætti lausnir heilsutækninnar betur í íslensku heilbrigðiskerfi og hvatti til aukins samstarfs á milli hérlendra heilsutæknifyrirtækja og heilbrigðisstofnana.

Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri KLAK stýrði pallborðsumræðunum.
Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri KLAK stýrði pallborðsumræðunum. Ljósmynd/Thorgeir Olafsson

Sjálfbærni til framtíðar

Miklu máli skiptir að tryggja sjálfbærni og jafnræði í heilsutækni til framtíðar, sagði Gísli Herjólfsson. Verkefnið kalli á stöðuga nýsköpun innan geirans. Þá sé Ísland í góðri stöðu til þess að vinna að sjálfbærum lausnum, jafnt fyrir innlendan markað og erlendan, en heilsutæknifyrirtæki hér á landi hafa vakið athygli alþjóðlega fyrir að bjóða upp á framsæknar lausnir sem eiga það sameiginlegt að bæta heilsu og lífsgæði fólks og stuðla að aukinni sjálfbærni

Í samtali við mbl.is tekur Hildur Einarsdóttir undir mikilvægi þess að stuðla að sjálfbærni. „Ég held að með samstilltu átaki náist bestur árangur í þessum málum,“ segir Hildur. 

Hildur segir mikla grósku innan heilsutækninnar um þessar mundir og starfsvettvangurinn sé blómlegri en marga kunni að gruna. Hvatning til nýsköpunar sé mikil innan heilsutækni enda unnið að málefnum sem hafi gríðarleg áhrif á líf fólks. 

Þegar horft er til framtíðar segir Hildur að leggja mætti áherslu á langtímalausnir sem stuðli að velferð sjúklinga til lengri tíma litið. Þá vísar hún til líkans innan heilbrigðisfræða þar sem lögð er áhersla á gæði og langtíma áhrif þjónustu fremur en magn (e. Value-Based Health Care Model). 

„Við þurfum að leita leiða til að nýta þær lausnir sem virkilega breyta lífi viðkomandi sjúklings til hins betra, í stað þess að leysa einungis vandamál dagsins í dag.“ 

Mikil gróska er innan heilsutækninnar um þessar mundir og hafa …
Mikil gróska er innan heilsutækninnar um þessar mundir og hafa íslensk heilsutæknifyrirtæki vakið athygli alþjóðlega. Ljósmynd/Thorgeir Olafsson
Sveinbjörn Höskuldsson, framkvæmdastjóri tæknisviðs Nox Medical, var á meðal þeirra …
Sveinbjörn Höskuldsson, framkvæmdastjóri tæknisviðs Nox Medical, var á meðal þeirra sem tóku þátt í pallborðsumræðum um nýsköpun og vöruþróun í heilsutækni á Icelandic Innovation Week. Ljósmynd/Thorgeir Olafsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK