Fréttir Fimmtudagur, 10. ágúst 2017

Offjárfest í bílaleigubílum

26 þúsund bílaleigubílar of margir miðað við eftirspurn Meira

Borgin ósveigjanleg

Dagforeldrar í Reykjavík yfirgefa stéttina nú í góðu efnahagsástandi vegna minnkandi atvinnuöryggis og lítils sveigjanleika borgarinnar. Meira

Arsenal íhugar að spila á Íslandi

Lundúnaliðið kannaði aðstæður á Laugardalsvelli • Rætt við Manchester United og Liverpool um leik Meira

Stjórn Varðar vill blandaða leið

Stjórn Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, ákvað í gær að leggja fyrir ráðið tillögu þess efnis að farin verði blönduð leið við val á lista flokksins vegna borgarstjórnarkosninga sem fram fara næsta... Meira

Íslenskir knapar efstir

Setningarhátíð haldin í gær • Fimmgangurinn gekk vel Meira

Dagforeldrar segja samstarfið erfitt

Telja að Reykjavíkurborg sýni yfirgang og ósveigjanleika Meira

Eru að reyna að brúa bilið

„Borgin er á þeirri vegferð að reyna að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og dvalar í leikskóla, að bjóða upp á starf í ungbarnaleikskólum og hefur verið að stíga skref í þá átt,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs... Meira

Grjótkrabbi náðist í Siglufirði

Sigurður Ægisson Siglufirði Grjótkrabbi, norðuramerísk tegund sem varð fyrst vart við Íslandsstrendur árið 2006, nánar tiltekið í Hvalfirði, náðist við Óskarsbryggju í Siglufirði í fyrradag öðru sinni, því hið sama gerðist 18. Meira

Nýtt met var sett í Hvalfjarðargöngunum í júlí

Alls fóru 306.500 ökutæki um Hvalfjarðargöng í júlí síðastliðnum eða hátt í 9.900 á sólarhring að jafnaði. Aldrei fyrr hefur umferð farið yfir 300 þúsund í einum mánuði frá því göngin voru tekin í gagnið sumarið 1998, segir í frétt á vef Spalar. Meira

Lengi vitað að gjaldtakan stæði til

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forstjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Gray Line, segir hvern hundraðkall hafa áhrif á kauphegðun ferðamanna, einkum þegar gengi krónu er jafnhátt og nú. Meira

Dagur sáttur við gjaldtökuna

Innheimta gjalds á útsýnispall Perlunnar í samningnum sem samþykktur var í borgarráði • Gjaldtaka færist í vöxt um land allt • Málið verður líklega rætt á fundi borgarráðs í dag Meira

Óraunhæfar væntingar valdið offjárfestingum

26 þús. bílaleigubílar á Íslandi • Margir óhreyfðir í sumar Meira

Útlit fyrir gott berjaár víðast hvar á landinu

„Þetta fer eftir veðrinu næstu vikuna, en eins og staðan er núna er útlit fyrir gott berjaár,“ segir Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og berjasérfræðingur, um horfur í berjatínslu í ár. Meira

Hlaupið til styrktar Háskólanum

Háskólinn einn 160 félaga sem safna áheitum í Reykjavíkurmaraþoni Meira

Risakrani rekur niður 120 metra stálþil

Nýr hafnarbakki við Norðurgarð • Kraninn er 220 tonn Meira

Strætó prófar metanvagn

„Við höfum verið með vagninn í láni undanfarnar þrjár vikur,“ segir Ástríður Þórðardóttir, fjármálastjóri Strætó, um metanvagn sem ekið hefur um borgina á evrópsku númeri undanfarið. Meira

Dæmdur fyrir tilraun til manndráps

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær 24 ára karlmann, Árna Gils Hjaltason, í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Hefur hann setið í gæsluvarðhaldi frá því í mars sl. Meira

Efli vinnubrögðin, færni og traust

Ríkissáttasemjari stendur fyrir námskeiðum fyrir allt samninganefndarfólk stéttarfélaga og launagreiðenda • Haldin áður en á þriðja hundrað samninga losnar um áramótin 2018/2019 og 2019 Meira

Góður gangur í framkvæmdum

Umfangsmiklar malbikunarframkvæmdir hafa staðið yfir á flugbrautum Keflavíkurflugvallar í sumar, auk þess sem stækkun suðurbyggingar Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar til norðurs lýkur að fullu í haust. Meira

„Stefnir í góða helgi á Dalvík“

Fiskidagurinn mikli haldinn í 17. sinn • Ein fjölmennasta bæjarhátíð landsins • Mikið af nýjungum verður í boði á hátíðinni í ár • Fólk þegar mætt Meira

Dagkrá hátíðarhalda á Dalvík

Fimmtudagur *08.00 Opna Fiskidagsmótið í golfi. *11.00 Slysavarnarkonur selja kleinur á tjaldsvæðinu. *16.30 Zumbapartý í Víkurröst. *19.00 Knattspyrna Dalvík/Reynir. *19.30 Barnatónleikar í Bergi með Ljótu hálfvitunum. *21. Meira

Brimborg reisir sérhannað húsnæði

Bifreiðaumboðið Brimborg flytur inn í nýja byggingu Brimborgar í Hádegismóum 8 í Reykjavík um næstu áramót. Meira

Handtekinn fyrir að aka á hermenn

Franska lögreglan hefur handtekið mann sem er grunaður um að hafa ekið inn í hóp hermanna í úthverfi Parísar í gærmorgun. Sex hermenn slösuðust, þar af tveir alvarlega. Maðurinn er um þrítugt og var handtekinn á leið norður frá höfuðborginni. Meira

Óttast að hótanirnar auki hættu á átökum

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur varað einræðisstjórnina í Norður-Kóreu við því að ef hún haldi áfram að ógna Bandaríkjunum verði því svarað með „eldi og ofsabræði“. Meira

Vantar Shakespeare til að skrifa leikritið

Það er búin að vera lífleg umræða um málið á Facebook síðan ég setti þar inn ummæli um málið,“ segir Hildur Helga Sigurðardóttir, blaðamaður og sagnfræðingur, í samtali við Morgunblaðið. Meira

Kubb er komið til að vera

„Þetta fór allt saman ótrúlega vel fram,“ sagði Huldar Breiðfjörð, einn skipuleggjenda Íslandsmótsins í kubbi sem fram fór á Flateyri um liðna helgi. Er það í annað skiptið sem mótið er haldið. Meira