Vala Grand í Ungfrú Ísland

Næsta fegurðardrottning Íslands?
Næsta fegurðardrottning Íslands? Ernir Eyjólfsson

„Ég ætla að tékka á því, þegar ég er búin að láta setja júllur á mig, hvort ég megi taka þátt í Ungfrú Ísland. Ef ég er með réttindi eins og kona þá ætti ég að fá að taka þátt í Ungfrú Ísland,“ segir Vala Grand í viðtali í nýjasta tölublaði Monitor.

Eins og alþjóð veit gekkst Vala Grand undir kynleiðréttingaraðgerð á dögunum og nú lætur hún ekkert standa í vegi fyrir sér. „Ég er ekkert að segja að ég ætli að vinna keppnina, en það yrði ótrúlega góð staðfesting á mínum réttindum ef ég fengi að taka þátt,“ segir Vala og á ekki von á öðru en að henni verði heimiluð þátttaka.

„Það væri bara asnalegt ef þeir myndu segja: „Hún má ekki keppa því hún var með typpi“. Ef ég má taka þátt, þá er ég búin að sanna allt og staðfesta fyrir sjálfri mér að ég er kona. Hvernig gætu þeir sagt að ég sé ekki kona þegar ég er komin með píku? Ef það verður eitthvað kjaftæði, þá verða vandræði og vesen, ég er ekki að grínast.“

Sjá einnig:
Íslenskir karlmenn eru graðir og forvitnir
Vilja ekki tengdadóttur eins og mig

Baldvin: Aðgerðin var ekki fyrir mig

Nánar í nýjasta Monitor. Blaðið má lesa í rafrænni útgáfu hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson