Hann er ekki kominn út úr skápnum í dag

Söngkonan Lára Rúnarsdóttir prýðir forsíðu nýjasta tölublaðs Monitor sem kom út í morgun. Lára gaf út sína þriðju plötu, Surprise, fyrir síðustu jól og hefur verið að fylgja henni eftir á þessu ári, meðal annars með vel heppnaðri tónleikaferð til Bretlands.

Á plötunni er að finna lagið Honey, You‘re Gay! sem hefur mikið verið spilað, en margir hafa velt fyrir sér umfjöllunarefni textans. Lára segir frá því í viðtalinu.

„Þetta er samið um fyrrverandi kærastann minn og nú verða mínir fyrrverandi bara að hugsa sinn gang,“ segir Lára, en í textanum segir frá náunga sem er augljóslega hommi en neitar að koma út úr skápnum.

„Kannski var hann bara ekkert skotinn í mér. Kannski er það skýringin,“ segir Lára. „Hann er allavega ekki kominn út úr skápnum í dag.“

Meðfylgjandi myndskeið var tekið upp við vinnslu blaðsins.

Meira í nýjasta Monitor. Blaðið má lesa í rafrænni útgáfu hér.

Lára Rúnarsdóttir söngkona er að gera góða hluti.
Lára Rúnarsdóttir söngkona er að gera góða hluti. Ernir Eyjólfsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler