Pabbi Völu Grand í vandræðalegri uppákomu

Vala Grand er alltaf að lenda í ævintýrum.
Vala Grand er alltaf að lenda í ævintýrum. Ernir Eyjólfsson

Glamúrpían Vala Grand flutti heim til foreldra sinna á dögunum, en hún hætti nýverið með kærasta sínum, blikksmiðnum Baldvin Vigfússyni. Hún er heldur betur fljót að láta til sín taka og lenti í spaugilegu atviki á heimili sínu í vikunni.

„Pabbi var eitthvað að drífa sig í sturtunni. Svo þegar hann kom fram spurði hann hvað væri málið með þetta nýja sjampó sem ég keypti, það væri svo mikil mentollykt af því. Þá hafði hann notað nýja pjöllusjampóið mitt í hárið,“ segir Vala og skellihlær. Pabbi gamli var hins vegar ekkert að stressa sig yfir því að hafa þvegið sér um hausinn með vitlausu sjampói.

Vala lofar nýja sjampóið í hástert. „Ég fór út í apótek og bað um sjampó fyrir píkuna mína og fékk eitthvað sem heitir Vivag-sjampó. Ég hafði aldrei heyrt um þetta áður, en svo er ég að heyra fullt af konum tala um hvað þetta sé gott fyrir sýrustigið í leggöngunum,“ segir Vala og bætir við: „Ég er alltaf að læra eitthvað nýtt fyrir píkuna mína.“

Meira í Monitor. Blaðið má lesa í rafrænni útgáfu hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler