Góð ráð fyrir brasilískt vax

Brasilískt vax verður vinsælla með hverju árinu og ófáar konur sem nýta sér það. Tímaritið Cosmopolitan gerði góða úttekt á brasilísku vaxi á dögunum og valdi Monitor úr nokkur gullin ráð fyrir þá sem eru á leiðinni í vax.

1. Taktu milda verkjatöflu áður en þú ferð í tímann. Eflaust eru margar konur sem treysta sér ekki í brasilískt vax vegna þess hversu gríðarlega sárt þetta er fyrir sumar. Þetta er því sniðug leið fyrir þær sem eru með aðeins minni sársaukaþröskuld. Íbúfen er til dæmis tilvalið og gott er að taka töfluna um 45 mínútum áður en þú mætir.

2. Ekki panta tímann rétt áður en þú byrjar á mánaðarlega tímabilinu, þegar Rósa frænka kemur í heimsókn. Ástæðan er sú að húðin þín er mun viðkvæmari á þessum tímapunkti, svo það hentar betur að velja tímasetningu þar sem eru allavega 3-5 dagar áður en þú átt að fara að byrja. Fyrir utan hvað það væri ekki smekklegt að fara í vax og vera á blæðingum. Smá virðing kannski fyrir snyrtidömunni?

3. Ekki fara í ræktina eða klæðast þröngu strax. Ekki viltu fá útbrot á lilluna þegar þú ert nýbúin að þrauka erfiðan tíma í brasilísku vaxi við að gera hana fína og sæta? Því er mælt með því að fara alls ekki í ræktina að svitna eða klæðast níðþröngum gallabuxum eða leggings sem nuddast upp við húðina á þessu svæði. Þú þarft að bíða í allavega 48 klukkustundir eftir því að geta farið á fullt í ræktinni. Ástæðan fyrir þessu er sú að þegar þú ert búin í vaxi er húðin þín eins og nýfædd og því er hún alveg svakalega viðkvæm. Leyfðu henni því bara aðeins að anda eftir átakið.

4. Pantaðu tímann milli klukkan 15 og 17. Á þessum tíma dags er sársaukaþröskuldur þinn í hámarki og því best að fara í vax þá. Ef þú pantar tíma klukkan 10 um morguninn þarftu að vera viss um að þú getir höndlað það eins og hörkutól.

Gangi ykkur vel í vaxinu stelpur ...og strákar!

Meira í Monitor. Blaðið má lesa í rafrænni útgáfu hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant