Sundmenn í Eyrarsundi varaðir við pungætum

Þessar tennur eru ekkert gamanmál.
Þessar tennur eru ekkert gamanmál.

Náttúrulífssérfræðingar hafa verið á tánum síðan stangveiðimaður krækti í 21 sentimetra pacu fisk við Eyrarsund. Pacu fiskarnir eru náskyldir píranafiskum og Náttúruminjasafn Danmerkur sá ástæðu til að senda út sérstaka viðvörun vegna þeirra.

„Ef þú ert karlmaður sem ætlar að synda í Eyrarsundi, haltu þig þá endilega í sundskýlunni. Þar var veiddur pacu fiskur sem skyldur er píranafisknum, og hefur oftar en einu sinni ruglast á pung og æti,“ skrifaði safnið á Facebook síðu sinni.

Heimkynni Pacu fisksins eru í Suður-Ameríku og getur hann orðið allt að 90 sentímetrar að lengd og 25 kíló að þyngd.

„Pacu fiskurinn er venjulega ekki hættulegur fólki en hefur afar kraftmikið bit, það hefur gerst í öðrum löndum, svo sem í Papua Nýju Gíneu, að eistun hafi verið bitin af mönnum,“ segir Henrik Carl, sérfræðingur hjá Náttúruminjasafninu í viðtali við sænska vefmiðillinn The Local.

Hann segir viðvörunina vissulega setta fram í gamni að hluta en bætir þó einnig við að fórnarlömbum pacu fisksins sé sjaldnast hlátur í hug.

„Þeir bíta því þeir eru svangir, og eistu sitja vel í munninum á þeim.“


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson