Rúmgaflinn í uppáhaldi

Við fundum engan rúmgafl sem var nákvæmlega eins og við …
Við fundum engan rúmgafl sem var nákvæmlega eins og við vild- um svo við bjuggum þennan bara til ogkennslan er á venividivisablogginu. Lampinn er nýr frá Ilva.

Nýverið fluttu þær Jóhanna Edwald og Rebekka Rut Gunnarsdóttir í fallega íbúð í Garðabænum og hafa þær heldur betur gert hana að sinni. Stíllinn fékk að kíkja í heimsókn til þeirra og skoða sig um. 

Hafið þið mikinn áhuga á hönnun?
Já, virkilega mikinn, sérstaklega Jóhanna. Þetta er mikið áhugamál enda er svo gaman að hafa fallegt í kringum sig og búa eitthvað til. Möguleikarnir eru endalausir og mikið efni t.d. á netinu sem hægt er að skoða tengt innanhúshönnun. Við bloggum mikið um hönnun á venividivisa.net.

Hvernig myndu þið lýsa stílnum á heimilinu?
Kannski sem hressilegri blöndu af klassísku og sérkennilegu með smá skandinavískum blæ.

Hvað hafið þið í huga þegar þið kaupið húsgögn og skreytið heimilið?
Hvort að hlutirnir muni gleðja okkur og að við viljum þó ekki fá leið á þeim. Einnig notagildi, hvernig þægilegast er að hafa hlutina.

Hver er uppáhalds húsgagnaverslunin ykkar?
Í Ilvu höfum við fundið margt sem er í uppáhaldi.

Hafið þið sama smekk þegar kemur að stílnum á heimilinu?
Já eiginlega. Stundum efast Rebekka um það sem Jóhönnu langar að gera en það eru hlutirnir sem hún verður svo ánægðust með.

Nú eru þið duglegar að búa til ykkar eigin hluti inn á heimilið eða svokallað „DIY”, hvaðan fáið þð hugmyndirnar?
Úti um allt á netinu eða út frá því að langa í eitthvað ákveðið sem hvergi finnst. Þá eru aðferðir googlaðar á netinu og bloggað um þá aðferð sem varð fyrir valinu.

Hver er ykkar uppáhalds „DIY” hlutur á heimilinu?
Rúmgaflinn því hann setur svo mikinn svip og við skemmtum okkur svo vel við að búa hann til. Því stærra DIY því meira fjör.

Hvar og hvernig væri draumaheimilið ykkar?
Vá, erfiðasta spurning í heimi. Ef maður má bara eiga eitt þá mætti það vera gamalt og stórt fallega uppgert hús í miðbæ Reykjavíkur umkringt trjám sem tæki heila eilífð að fylla af skemmtilegri hönnun.

Þennan kerta-arin keyptum við hjá GRR-smíði. Ótrúlega huggulegur.
Þennan kerta-arin keyptum við hjá GRR-smíði. Ótrúlega huggulegur.
Það er sniðugt að hafa stílhreinan bakka fyrir fallegustu nauðsynjarn- …
Það er sniðugt að hafa stílhreinan bakka fyrir fallegustu nauðsynjarn- ar á baðborðinu
Copper Shade frá Tom Dixon setur stemminguna fyrir alla íbúðina.
Copper Shade frá Tom Dixon setur stemminguna fyrir alla íbúðina.
Maður þarf að nota vinnuplássið í eldhúsinu og því er …
Maður þarf að nota vinnuplássið í eldhúsinu og því er gaman að hafa praktísku hlutina upplífgandi, eins og þessa bleiku vigt og skurðbretti/hita platta sem er eins og plötuspilari.
Þetta málverk málaði Jóhanna en heimatil- búin málverk geta verið …
Þetta málverk málaði Jóhanna en heimatil- búin málverk geta verið hið besta mál.
það er svo auðvelt að vakna þegar maður sest hérna …
það er svo auðvelt að vakna þegar maður sest hérna niður til þess að hafa sig til.
Þessi hilla frá Ilva er fullkomin fyrir litlu fallegu hlutina …
Þessi hilla frá Ilva er fullkomin fyrir litlu fallegu hlutina og tekur lítið pláss.
þessi Ikeaskápur er alger klassík og er fullkominN til þess …
þessi Ikeaskápur er alger klassík og er fullkominN til þess að læsa inni ljóta dótið og nota sem bar. Þá veit fólk að það er allt í boði í partíinu.
Jóhanna Edwald og Rebekka Rut hafa búið vel um sig …
Jóhanna Edwald og Rebekka Rut hafa búið vel um sig í Garðabænum.
ÞessAr Ikeahillur eru snilld fyrir skó því það er auðvelt …
ÞessAr Ikeahillur eru snilld fyrir skó því það er auðvelt að sjá hvað maður á og þannig notar maður fleiri pör.
Við vorum að enda við að mála lengsta vegginn í …
Við vorum að enda við að mála lengsta vegginn í stofunni í þessuM fjólugráa lit og við hreinlega elskum það. Liturinn heitir S4005-R20B hjá flugger.
að varð óvart smá Andy Warhol-þema en hann hefur lengi …
að varð óvart smá Andy Warhol-þema en hann hefur lengi verið í uppáhaldi. Loðið gerir sófann svo miklu girnilegri.
Það er flott að brjóta upp kaffiborð með bakka, þessi …
Það er flott að brjóta upp kaffiborð með bakka, þessi er rammi frá Rúmfatalagernum þar sem bakið var málað svart, kennslan er á VeniVidiVisa. Svo er hægt að grípa sér bók en svona njóta fallegustu bækurnar sín best.
Mjög þægileg og kúl leið til þess að geyma armbönd.
Mjög þægileg og kúl leið til þess að geyma armbönd.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant