„Þú og þínir sundmenn!“

María Rut Kristinsdóttir er vön því að vera með mörg járn í eldinum. Hún er móðir, talskona nýafstaðinnar Druslugöngu og formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands sem nýlega stefndi ríkinu og LÍN fyrir meint brot á stjórnsýslulögum. Þrátt fyrir að ýmislegt gangi á tók María Rut sér tíma til að setjast niður með blaðamanni Monitor í Stúdentakjallaranum og ræða um flippið á Flateyri, fyrirsætustörf, óvæntar barneignir og auðvitað mál málanna, úthlutunarreglur LÍN.

Hvenær komstu að því að þú værir ólétt?
Ég hefði mögulega getað komist að því viku áður en ég komst að því í raun. Ég var auðvitað bara 17 og ekkert rosalega sjóuð en í maí 2007 fór ég að hugsa að ég hafði ekki farið á blæðingar svolítið lengi. Ég var reyndar komin með stærri brjóst en bara fagnaði því eins og unglingsstelpur gera. Í júní ákvað ég að tékka á þessu en ég var svo mikil mús að ég þorði ekki að kaupa óléttuprófið sjálf. Vinkona mín keypti það fyrir mig, ég tók það og það var neikvætt. Viku síðar fékk ég vinkonu mína til að kaupa aftur próf og í þetta skiptið las ég leiðbeiningarnar. Þá kom í ljós að maður verður að taka tappann af stautnum áður en maður pissar á hann. Við tók mjög fyndin kvöldstund þar sem ég kom fram og öskraði á barnsföður minn: „Þú og þínir sundmenn!“

Í framhaldinu hringdum við í bestu vinkonu mína og lugum að henni að við værum með pakka handa henni af því að þetta var um miðja nótt og við vissum að hún myndi ekki koma annars. Svo sitjum við fyrir framan hana við eldhúsborðið og leggjum óléttuprófið á borðið. Og hún fríkar út, og ég fríka út og hann fríkar út og við hlæjum geðveikt lengi. Þá hélt ég að ég væri kannski komin nokkrar vikur á leið en síðar kom í ljós að ég var komin heilar 18. Sama dag og ég sá risastórt barn á skjánum í sónar, fann ég fyrstu spörkin. Og það barn var Þorgeir Atli, sonur minn. Þetta var stór biti að kyngja en þessi biti hefur gert meira fyrir mig en nokkur annar.

Setti óléttan ekki strik í reikninginn gagnvart námi og félagslífi?
Að sjálfsögðu. Á þessum tímapunkti var ég fyrir vestan en hafði hugsað mér að fara aftur suður og halda áfram með MR. Ég er afar þrjósk en í þetta skiptið ákvað ég að taka þá hjálp sem ég gat fengið. Í raun og veru sáu fjölskyldurnar okkar um að við gætum haldið áfram í námi en þetta var samt auðvitað púsluspil.

 Lestu viðtalið við Maríu Rut í heild sinni í nýjasta tölublaði Monitor.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson