Hlupu upp 120 hæðir og klifruðu svo á toppinn

Úr myndbandinu

Í síðustu viku fjallaði Monitor um hóp franskra ofurhuga sem gengu á línu milli tveggja loftbelgja og tóku það upp á myndband. Nú gengur hins vegar manna á milli á netinu myndband af rússneskum ofurhugum sem skella sér á topp næsthæstu byggingar heims, Shanghai Tower í Shanghai. 

Í myndbandinu sést hvernig Þeir Vitaliy Raskalov og Vadim Makhorov, búnir GoPro-myndavélum og stórum skammti af hugrekki, klifra upp á topp turnsins án alls öryggisbúnaðar, en turninn er 632 metrar að hæð eða 121 hæð. 

Hafist var handa við að byggja turninn í nóvember 2008 og er áætlað að hann verði tilbúinn og opinn almenningi á næsta ári. 

Nú leitar lögreglan í Shanghai mannanna en þeir fóru upp í turninn í leyfisleysi og er það litið mjög alvarlegum augum. 

Mennirnir náðu að komast óséðir inn í bygginguna og hlupu upp á 120 hæð svo þeir gætu klifrað upp á topp turnsins.

„Það tók okkur næstum því tvo tíma að komast upp á 120. hæð. Síðan vorum við í næstum því 18 tíma á toppnum að bíða eftir betra veðri til þess að klifra,“ segir Raskalov á vefsíðu sinni.

Myndband rússnesku ofurhuganna má sjá hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson