Noah bönnuð víða um heim

Kvikmyndin Noah sem tekin var upp að hluta hér á landi hefur verið bönnuð í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Qatar, Bahrain og Indónesíu.

Helsta ástæða þess að myndin er bönnuð mun vera íslamskt bann við því að heilagar persónur séu sýndar í listum eða skemmtun. Einnig mun vera tilfinning meðal ákveðinna fulltrúa yfirvalda að kvikmyndin sé ekki eftir bókinni, bókstaflega skilinni. „Það eru senur sem kallast á við islam og Biblíuna, svo við ákváðum að sýna hana ekki,“ sagði Juma Al-Leem, framkvæmdastjóri eftirlits fjölmiðla hjá Fjölmiðlastofnun Sameinuðu arabísku furstadæmanna.

Kvikmyndin hefur einnig valdið deilum meðal kristinna Bandaríkjamanna og þá sérstaklega fyrir þær sakir að orðið „guð“ komi þar hvergi fyrir og eins eru margir sammála Al-Leem um að Aronofsky taki sér of mörg skáldaleyfi við handritsgerðina. Kristin neytendasamtök hafa gert skoðanakannanir sem sýna að kristnir neytendur eru ólíklegir til að kaupa sér miða á myndina en framleiðendur myndarinnar hafa látið gera sambærilegar kannanir sem draga þær fyrri í efa. Þá hefur páfinn veitt aðalleikaranum Russell Crowe blessun sína þrátt fyrir að neita að horfa á myndina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson