Bestu ferðirnar fara fljótt

Brekkan verður eflaust þétt setin í ár sem fyrr.
Brekkan verður eflaust þétt setin í ár sem fyrr. Guðm. Sv. Hermannsson

„Forsalan hófst í morgun og það gengur mjög vel. Það er líklega full-bratt að segja að það sé að seljast upp en þessar bestu ferðir hafa selst upp fljótt,“ segir Hörður Orri Grettisson formaður þjóðhátíðarnefndar.

Hörður segir þjóðhátíðarnefnd hvetja fólk til að hafa hraðann á en bendir á að eins séu góðar flugsamgöngur til Vestmannaeyja svo ekki þarf að örvænta fáist ekki heppilegur miði með Herjólfi.

Í ár er þriðja árið í röð þar sem kaup á miðum í Herjólf yfir þjóðhátíðarvikuna eru samtengd kaupum á miðum í dalinn.

„Hér áður var fólk að kaupa miða í nokkrar ferðir af því að það vissi ekki hvenær það myndi vilja mæta. Það þýddi að báturinn var oft ekki fullur,“ segir Hörður og bætir við að tenging miðakaupanna hafi reynst mjög vel.

Þjóðhátíð fer fram í 140. skipti í ár og segir Hörður það mat manna að hátíðin verði einstaklega vegleg í ár. Þegar hefur verið tilkynnt að hljómsveitirnar Mammút, Kaleo og Skítamórall komi fram auk þess sem rappsveitin Quarashi hefur samþykkt að koma saman á ný í tilefni hátíðarinnar. Hörður segir að dagskráin muni skýrast á næstu vikum meðan á forsölu stendur, en enn á til að mynda eftir að kynna hver tekur að sér að semja og flytja þjóðhátíðarlag ársins.

Miðasala hafin á þjóðhátíð

Mammút og Kaleo á þjóðhátíð

Quarashi á þjóðhátíð

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant