„Eins og fjölskylda í rútunni“

Gleðisveitin FM Belfast sendir frá sér sína þriðju breiðskífu 22. apríl næstkomandi og hefur henni verið gefið nafnið Brighter Days. Þrátt fyrir að formlegur útgáfudagur plötunnar sé 22. apríl mun hún vera fáanleg í plötubúðum laugardaginn 19. apríl af því tilefni að þá er hinn alþjóðlegi dagur plötubúðanna (e. Record Store Day).

„Þessi dagur er ótrúlega skemmtilegur og mér finnst alltaf gaman að fara í Lucky Records og bæta í safnið á þessum degi,“ segir Árni Vilhjálmsson, einn meðlima hljómsveitarinnar. Hann segir nýju plötuna vera rökrétt framhald fyrir sveitina og lýsir henni sem fjörugri og skemmtilegri en einnig stundum dramatískri.

„Það var einhver á netinu sem sagði að það væri svolítil reiði í henni,“ segir Árni glaðbeittur. „Ætli það sé ekki einhversstaðar reiði en til þess að gleði og gaman geti átt sér stað þarf maður líka að upplifa allar tilfinningar,“ segir Árni. 

 Fjórða smáskífan af plötunni, „Everything“, er komin í spilun á öldum ljósvaka og er einnig hægt að ljá hana eyrum inná öllum helstu tónlistarveitum.  Áður hafa komið út smáskífurnar „Delorean“,„We Are Faster Than You“ og er lagið „The End“ endurgerð á laginu „Öll í kór“ sem FM Belfast samdi sérstaklega fyrir Unicef á Degi rauða nefsins

„Við munum fylgja henni eftir með túrum í sumar,“ segir Árni og neitar því ekki að sumartúrar séu næstum því orðnir normið fyrir hljómsveitina. „Við erum búin að vera að túra öll sumur síðustu fjögur-fimm ár en í ár munum við ferðast í rútu í fyrsta skipti í,“ segir Árni. „Það er mjög spennandi. Berndsen og Hermigervill verða með og fullt af öðru fólki, það verða mest 11 eða 12 manns meðferðis. Við verðum eins og fjölskylda í rútunni.“

Brighter Days verður fáanleg á geisladisk, vínyl og á stafrænum tónlistarveitum en hér að neðan má sjá lagalista plötunnar,

Brighter Days
1. Brighter Days
2. Everything
3. Ears
4. DeLorean
5. Holiday
6. Non Believer
7. We Are Faster Than You
8. Gold
9. Ariel
10. The End

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant