Borðaði bara franskar í 15 ár

© Caters News Agency

Hin tvítuga Hanna Little borðaði ekkert nema franskar í fimmtán ár en hefur nú lært að meta annan mat í kjölfar dáleiðslu. Little þróaði með sér átröskun fimm ára gömul. Átröskunin lýsir sér í ofsafenginni matvendni og kallast á ensku „selective eating disorder“ en hún gerði það að verkum að Little fékk kvíðaköst við tilhugsunina um að smakka eitthvað nýtt. 

Hanna gat ekki farið í matarboð og þurfti að vera viss um að veitingastaðir byðu upp á franskar áður en hún fór út. Það leið reglulega yfir hana vegna skorts á næringarefnum og þegar hún neyddist til að hætta að vinna vegna átröskunarinnar ákvað hún að eitthvað þyrfti að breytast.

Eftir að hafa farið í einn dáleiðslutíma hefur henni loks tekist að færa matarvenjur sínar til betri vegar en fyrsta máltíð hennar utan franskra í yfir áratug var pítsa.

„Öðruvísi matur gerði mig dauðhrædda, hann gerði mig líkamlega veika og kvíðna og ég vissi aldrei hvernig ég myndi bregðast við honum,“ segir Little

„Ég held að ég hafi getað borðað franskar af því að þær eru svo einfaldar, það var hugmyndin um ólíkar bragðtegundir að blandast saman sem gerði mig truflaða.“

Little segist hafa getað borðað þurrt brauð í morgunmat en í hádeginu og á kvöldin dugði ekkert nema franskar. Little hefur lent í mörgum vandræðalegum uppákomum tengdum átröskuninni og nefnir sérstaklega þegar hún fór í heimsókn til tengdaforeldra sinna sem ekki vissu af ástandinu.

 „Mamma hans hafði búið til ótrúlega pastamáltíð og ég gat ekki borðað einn bita. Ég þóttist vera með ofnæmi fyrir tómatsósu, þetta var svo pínlegt.“

Átröskun sem þessi er oftast tengd við einhverskonar tráma tengt mat samkvæmt sálfræðingnum og dáleiðandanum Felix Economakis. Oft mun eitthvað hafa komið fyrir sjúklinginn sem barn sem viðkomandi hefur enga meðvitaða minningu um.

Little segist hafa hitt ótal sérfræðinga án árangurs en að dáleiðslumeðferðin hafi hinsvegar virkað strax. „Það fyrsta sem ég borðaði eftir meðferðina var mangó, það var svo sætt og gómsætt og nú er það uppáhalds ávöxturinn minn.“

Little segir fjölbreyttara fæðuúrval gera hana mun hamingjusamari enda hafi hún meiri orku, sé heilbrigðari og byrjuð að þyngjast.



 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant