App berst gegn unglingabólum

Þessi ætti nú bara að prísa sig sæla og láta …
Þessi ætti nú bara að prísa sig sæla og láta þessa einu bólu í friði.

Offramboð á bólum er yfirleitt illa séður fylgifiskur unglingsáranna en nú hefur verið búið til app sem ætlað er að hjálpa fólki að losna við þá kvöð.

Appið heitir Diet and Acne en forritið sækir upplýsingar í ýmsar rannsóknir á tengslum matarræðis og fitugrar húðar. Allar rannsóknirnar hafa verið birtar í fræðilegum tímaritum og því ætti appið að geta gefið notendum nokkuð áræðanlegar upplýsingar.

„Það gæti komið notendum á óvart að það eru engar sannfærandi sannanir fyrir því að neysla á súkkulaði stuðli að bólum,“ segir læknirinn Diana Cohen sem hannaði appið þegar hún var enn við nám í Northwestern háskóla. 

Samkvæmt appinu eru omega-6 fitusýrur, mjólkurvörur og matur með miklu sykurmagni líklegri til að valda bólum en matur sem er ríkur af andoxunarefnum og trefjum draga úr áhættunni.

Cohen trúir því að öpp geti verið mikilvægur hluti af framtíð heilbrigðisgeirans en óttast þó markaðsvæðingu. „Fólk um allan heim snýr sér í auknum mæli að öppum til að afla sér upplýsinga um heilsutengd mál en flest appanna sem til eru eru ekki byggð á sönnuðum staðreyndum. Sum hafa þann eina tilgang að selja vörur.“

Hvort appið geti bjargað þér frá bóluböli á enn eftir að sýna sig en appið er ókeypis svo það sakar líklega ekki að prófa.

Diet and acne app screenshot

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson