Finnar gefa út erótísk frímerki

Finnska póstþjónustan Itella hefur gefið út frímerki með verkum finnska listamannsins Touko Laaksonen. Frímerkin hafa hlotið alþjóðlega athygli þar sem verk Laaksonen eru flest erótísk og sýna sambönd samkynhneigðra karlmanna. Laaksonen lést árið 1991 en er enn einn mikilvægasti listamaður LGBTQ hreyfingarinnar í Finnlandi og þótt víðar væri leitað.

Viðföng Laaksonen voru nánast alltaf vöðvastæltir myndarlegir menn sem voru við það að sprengja fötin utan af sér. Verkum hans hefur verið lýst sem hugleiðingum um karlmennsku en í þeim má oftar en ekki finna vísun í leðurblæti. Frímerkin eru hönnuð útfrá 33 verka Laaksonen og þykja öll afar djörf. 

„Auðvitað var þetta val rætt en við vildum lifa í árinu 2014,“ segir þróunarstjóri Itella Markku Penttinen í samtali við finnska dagblaðið Helsingin Sanomat.

„Frímerkin sýna munúðarfullan lífskraft og stolt af eigin sjálfi,“ segir grafíski hönnuðurinn Timo Berry sem valdi þau verk sem skyldu prentuð á frímerkin. „Það er aldrei of mikið af slíku í þessu norræna landi.“

Frímerkin munu koma út í haust en þess má geta að þann 22.maí munu Bandarísk póstyfirvöld gefa út frímerki stjórnmálamanninum Harvey Milk til heiðurs en hann verður fyrsta opinberlega samkynhneigða manneskjan til að prýða Bandarískt frímerki. Milk var myrtur árið 1978 en frímerkið mun skarta andliti Milk og regnbogafána LGBTQ baráttunnar.

Hér má líta eitt frímerkjanna sem koma mun út í …
Hér má líta eitt frímerkjanna sem koma mun út í haust.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant