Hjaltalín leitar til Hemma Gunn

Hljómsveitin Hjaltalín hefur sent frá sér nýtt myndband við lagið Letter To [...] af plötunni Enter 4, í leikstjórn Magnúsar Leifssonar. Þetta er annað myndbandið sem Magnús gerir fyrir Hjaltalín, en hitt myndbandið var við lagið Myself.

Myndbandið gæti virst kunnulegt við fyrstu sýn en það er að miklu leiti byggt upp á myndbrotum úr sjónvarpsþættinum „Á tali með Hemma Gunn“. Upptökur á myndbandinu fóru fram á miðvikudagssíðdegi á skemmtistaðnum Paloma samkvæmt tilkynningu frá hljómsveitinni.

„Þetta var einhver hugmynd sem ég og Steinþór Helgi, umboðsmaður Hjaltalín, vorum búnir að sitja á lengi,“ segir Magnús. Myndbrotin úr þætti Hemma Gunn eru notuð sem bakgrunnur fyrir kareoke Högna Egilssonar inni á Paloma og segir Magnús hugmyndina hafa verið að flétta gömlu myndskeiðin og grafíkina inn í íslenskan veruleika nútímans.

„Allir sem komu nálægt þessu ólust upp þegar Hemmi Gunn var sem heitastur og það var gaman að geta átt svona nostalgíuaugnablik,“ segir Magnús.

Myndbandið er hið fimmta í röðinni af plötu Hjaltalín, Enter 4, sem kom út í lok árs 2012. Hér mun sveitin líklegast láta staðar numið í myndbandagerð við plötuna, enda hefur sveitin hafist handa við upptökur á nýju efni. Sveitin mun einmitt kynna nýtt efni á tónleikum sem fram fara í Eldborgarsal Hörpu annað kvöld. Uppselt er á tónleikana en með þeim verður Hjaltalín fyrsta hljómsveitin af yngri kynslóðinni til að halda sína eigin tónleika í hinum tilkomumikla sal Hörpu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant