Töfrandi tónlistarhátíð

Hörður Sveinsson

Rauðasandur Festival er fjölskylduvæn tónlistarhátíð sem nú er haldin í þriðja sinn í náttúruperlunni Rauðasandi á Vestfjörðum  dagana 3.-6.júlí. Kristín Andrea Þórðardóttir segir staðsetninguna skilja hátíðina frá öðrum tónlistarhátíðum enda sé Rauðasandur stórkostleg og afar afvikin náttúruperla. „Það eru ákveðnir töfrar þarna sem maður skynjar um leið og maður kemur. Allt andrúmsloftið í kringum hátíðina er líka þannig að hún er fjölskylduvæn svo börn og fullorðnir skemmta sér saman og svo erum við með svo mikið af uppbyggilegum uppátækjum,“ segir Kristín. 

Uppátækin sem Kristín á við er ýmis afþreying sem gestum stendur til boða utan tónlistardagskrár. Boðið verður upp á fjallgöngur með leiðsögn, jóga á sandinum, sandkastalakeppni, galdrastundir með seiðkonu og í ár verður teymi viðarhöggslistamanna með opna vinnustofu á sandinum sem allir mega taka þátt í. Þar að auki verður selaskoðun á sandinum með leiðsögn fyrir alla fjölskylduna. 

Í fyrra gerði óvænt aftakaveður meðan á hátíðinni stóð og þurfti að færa hátíðina yfir á Patreksfjörð þar sem gestir fengu gistingu í barnaskólanum og tónleikunum var haldið áfram. Kristín segir veðrið þó ekki hræða sig frá því að halda ótrauð áfram. „Það er eins og það hafi komið rosa mikill meðbyr í seglin eftir þesssar hremmingar, við vorum komin með alla fyrir vestan á okkar band og finnum fyrir miklum stuðningi, þá er ekkert hætt að hætta“

Í kvöld fara fram upphitunartónleikar á Kex Hostel þar sem miðasala á hátíðina hefst. Tónleikarnir eru opnir öllum endurgjaldslaust en þeir hefjast klukkan 19:30 og eru það Ylja, Lay Low, Amaba Dama og Soffia Björg sem skemmta gestum.

Í morgun var tilkynnt um þá tónlistarmenn sem staðfestir eru á hátíðina í ár en Kristín segir fleiri tilkynninga að vænta á komandi vikum.

Fram koma:

Sam Amidon (USA)

Emilíana Torrini

Lay Low

Moses Hightower

Ylja

Amaba Dama

Boogie Trouble

Vök

Soffía Björg

My Bubba (DK)

Nolo

Pascal Pinon

Loji

Bob Justman

Makrel

Soffía Björg

Hægt er að fjárfesta í miða á hátíðina á midi.is.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler