Svona græðir þú á Youtube

Jamal Edwards er forríkur í dag.
Jamal Edwards er forríkur í dag.

Jamal Edwards setti upp Youtube rásina SBTV árið 2006 og er í dag metinn á yfir átta milljónir punda. Hann er einn af fremstu ungu frumkvöðlum Bretlands í dag og hann deildi leyndarmálunum að velgengninn með lesendum Telegraph í nýlegu viðtali.

„Til þess að ná fram velgengni á Youtube þarftu að eiga þér afmarkaðan markhóp. Hver sem er getur sett in myndbönd- það eru svo margir að taka myndbönd af köttum og hundum, fjalla um tísku og gera tónlistarmyndbönd - svo þín myndbönd þurfa að eiga sér einstakan söluvinkil. Minn vinkill var að ég var að búa til „grime“ tónlistarmyndbönd,“ segir Edwards en hann hóf ferilinn með myndavél sem hann fékk í jólagjöf frá móður sinni árið 2006, þá 15 ára gamall.

Hann segist hafa litið á uppátækið sem svo að hann væri að leysa vandamál, hans vandamál var að það var ekki hægt að sjá nein „grime“ myndbönd á vefnum og til allrar lukku áttu margir aðrir við sama vandamál að stríða.

„Til þess að fólk vilji deila efni þarf það að vera fyndið, sjokkerandi og sýna hæfileika sem eru ekki af þessum heimi eða eitthvað sem almennir fjölmiðlar fjalla ekki um. Ef þú getur hakað við tvo af þessum möguleikum ertu með sigurvegara á höndum þér,“ segir Edwards.

Edwards mælir líka með að maður prófi sig áfram áður en maður skapar sér vörumerki. Hann myndaði gjarnan refi í bakgarðinum sínum þar sem hann leit mikið upp til Steve Irwin en fljótlega gerði hann sér grein fyrir að það gæti hann ekki gert að eilífu. Þess vegna leitaði Edwards uppi plötusnúða og setti svo upp SBTV.

„Þú þarft líka að vera ákveðinn, mjög ákveðinn. Nú til dags getur hver sem er verið „Youtube partner“ sem þýðir að viðkomandi fær hluta af auglýsingatekjunum við myndbandið en þegar ég byrjaði þurfti að samþykkja mann sérstaklega. Það þekktist ekki að fólk sem ekki var frægt fyrir væri samþykkt en ég hélt áfram að senda þeim tölvupósta þar sem ég bað þá um að gefa mér tækifæri.“

Tekjurnar af myndböndunum voru fljótar að aukast og brátt gat Edwards hætt í hlutastarfinu sínu í Topman og einbeitt sér að myndbandagerðinni.

„Þegar aðrir byrjuðu að gera „grime“ myndbönd vissi ég að ég yrði að taka dæmið lengra og fá viðtöl við frægari listamenn. Fyrsta stóra viðtalið mitt var við Kelly Rowland, ég fékk það með því að senda umboðsmanninum hennar ótal tölvupósta og bíða fyrir utan hótelið hennar þar til ég fékk tíu mínútna viðtal.“

Edwards segist alltaf fylgjast með hverjir næstu stóru listamennirnir eru. Ed Sheeran komst á samning í gegnum SBTV og Jessie J, rita Ora og Emily Sandé unnu með Edwards áður en þær urðu heimsþekktar. „Það er líka mikilvægt að stækka við sig. Ég er með aðra síðu og ég er byrjaður að vinna að eigin plötufyrirtæki. Ég er ekki að segja að það myndi koma fyrir, en hvað myndi gerast ef Youtube hryndi á morgun eða þeir breyttu viðskiptalíkaninu? Þá ert þú í holu.“

Edwards hefur getað nýtt ástríðu sína fyrir tónlist til að ferðast um heiminn. Hann segir að hver sem er geti fylgt í sín fótspor, allt sem þarf er góð hugmynd og vitneskja um hvernig megi græða á henni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson