„Eins og guð hafi prumpað“

Sigurður Ægisson

Í nýjustu grein sinni fyrir The Daily Beast lýsir blaðamaðurinn Kevin Fallon upplifun sinni af Íslandi. 

„Ég er með höfundi The Lonely Planet Travel Guide to Iceland, manni sem bókstaflega skrifaði bók um landið og hann segist hafa eytt ótal tímum í að reyna að útskýra norðurljósin. „Þau eru ólýsanleg,“ segir hann. Það væri erfitt að mótmæla þeirri staðhæfingu ef ekki væri fyrir hóp breskra nemenda sem stara á ljósin aðeins nokkrum metrum frá okkur en einn þeirra hefur sína eigin skilgreiningu: „Þetta lítur út eins og guð hafi prumpað.““

Fallon getur vart annað en tekið undir enda segir hann gríðarlega erfitt að lýsa landi sem er svo klassískt en samt alltaf að breytast. Hann segir frá því hvernig þrjár árstíðir virðast ganga yfir á aðeins fjórum mínútum en lykilþráðurinn í frásögn hans er hversu ólýsanlega fallegt en jafnframt fáránlega skrítið landið er. 

Íslenskar ömmur fyrir alla

Fallon segir að til þess að upplifa Ísland af alvöru þurfi maðurinn að hrista sig úr hinum þægilegu viðjum Reykjavíkurborgar og sækja sér ævintýri úti á landi en hann fer fögrum orðum um Snæfellsnes og nágrenni. Hann eyddi þó sjálfur góðum tíma í höfuðborginnni enda kom hann hingað til lands til að kynna sér Reykjavík Fashion Festival. Hann segir Kraum í Aðalstræti hafa staðið sérstaklega upp úr en að einnig hafi Farmers Market heillað hann. 

Fallon segir ástríðu og hlýju einkenna anda Íslendinga sem sýjast í gegnum allt sem þeir gera. Hann nefnir sérstaklega þá sem höfðu mest áhrif á ferð hans hér á nafn en meðal þeirra er Gréta Sigurðardóttir, eigandi Hótel Egilsen á Stykkishólmi en hennar vegna mun Fallon sannfærður um að allir ættu að eiga íslenska ömmu. Þá segir hann Sigurð Bjarna Sveinsson, einn af stofnendum South Iceland Adventures hafa breytt lífi sínu á þeim tveim dögum sem þeir eyddu saman. 

Fallon segist hafa lært ýmislegt um sjálfan sig, meðal annars hvernig eigi að taka skrítnum og óþægilegum hlutum fagnandi en einnig að það er ekkert fallegra í þessum heimi en prump guðs. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant