Arnar og Ívar á hálum ís

Fyrir þá sem sáu Matrix, Terminator, Back to the Future og hrifust með, hafa kannski haft ákveðinn ótta blundandi á bakvið eyrað síðan. Hræðslan hefur jafnvel snúist um skuggalegar tækniframfarir og heimsyfirráð vélmenna, þar sem maðurinn verður með öllu óþarfur.

Nútíma samfélag einkennist af fólki sem þarf ekki lengur að hittast í heilu vikurnar án þess að félagslega hliðin bíði hnekki og ef þú tókst ekki mynd af matnum þínum, þá var hann aldrei þarna. Óttinn var því alls ekki óþarfur ef marka má stöðuna sem upp er komin í herbúðum Hámarkskónganna Arnars Grant og Ívars Guðmundssonar en virðist sem svo að óvænt ógn hafi skotið upp kollinum með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir bransann.

Má velta fyrir sér hvort þeir leggi einkaþjálfun á hilluna og einbeiti sér algjörlega að framleiðslu prótíndrykkja, vítamína og próteinstykkjanna, en það verður tíminn einn að leiða í ljós. Menn verða jú alltaf að borða.

Meðfylgjandi er myndband þar sem þeir félagar sjást standa andspænis ógninni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant