15 staðreyndir sem þú vissir ekki um Game of Thrones

Game of Thrones njóta gríðarlegra vinsælda hér á landi sem og um allan heim. Þættirnir eru teknir upp að hluta til hér á landi og meðlimir Sigur Rósar og kraftakarlinn Hafþór Júlíus Björnsson koma fram í nýjustu þáttaröðinni. Hér að neðan má kynna sér 15 forvitnilegar staðreyndir um þættina en fleiri slíkar má finna hér.

1. Árið 2012 hlutu meira en 150 börn í Bandaríkjunum nafnið Khaleesi. 

2. Sophie Turner sem leikur Sönsu Stark í þáttunum ættleiddi hundinn sem lék úlfinn hennar í þáttunum og nefndi hann Zunni.

3. Hrossahjartað sem Daenerys borðaði fyrir Khol Drogo var búið til úr hlaupi.

4 Peter Dinklage sem leikur Tyrian er grænmetisæta. Ekkert af því kjöti sem hann neytir í þáttunum er alvöru kjöt. 

5. Alfie Allen sem leikur Theon er bróðir Lily Allen. Hún samdi lagið hér að neðan um endalausar grasreykingar hans. 

 6. Hinn 13 ára Jojen Reed er leikinn af hinum 23 ára Thomas Brodie-Sangster sem margir þekkja sem litla strákinn úr Love Actually. 

7. Peter Dinklage talaði  fyrir „Wake-up guy” í Seinfeld þáttunum.

8. Emilia Clarke, sem leikur Daenerys notast við hárkollu í stað þess að lita hárið á sér ljóst. Sophie Turner sem leikur Sönsu stark er hinsvegar náttúrulega ljóshærð en litar hárið á sér rautt fyrir þættina.

9. Höfundur bókanna A Song of Ice and Fire, George R.R. Martin, hefur gefið framleiðendum þáttanna upp hvernig bókaröðin á að enda ef ske kynni að honum takist ekki að klára að skrifa hana áður en hann deyr.

10. Mark Addy sem  lék Robert Baratheon, Mark Addy, lék einnig í The Full Monty.

49 Things You Never Knew About "Game Of Thrones"

11. Eftir að fyrsti þátturinn var sýndur í sjónvarpi fékk Jack Gleeson, sem leikur Joffrey konung bréf frá George R.R. Martin þar sem stóð „Til hamingju, allir hata þig!“

12. Eftir að hafa verið þakin gerviblóði í sérlega ofbeldisfullu atriði festist Emilia Clark, sem leikur Daenerys, við klósettsetu. 

13. Sibel Kekilli sem leikur ástkonu Tyrions, Shae, hóf feril sinn sem klámmyndaleikkona. 

14. Michelle Fairly sem leikur Catelyn Stark lék móður Hermionie Granger í Harry Potter and the Deathly Hallows.  

15. Þyrnadrottningin Olenna Tyrell er leikin af Diana Rigg  sem leit svona út á sjöunda áratugnum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant