Hipsteraskeggið á útleið

Þína skál skegg, þína skál.
Þína skál skegg, þína skál.

Fáir myndu neita því að broddar og skegg eru æsandi fyrirbrigði og á síðustu árum hefur alskeggið rutt sér rúms svo eftir hefur verið tekið. Á tíunda áratugnum var lenskan þó sú að karlmenn áttu að vera með öllu skegglausir og á áttunda áratugnum voru ýmsar gerðir yfirvaraskeggsins afar móðins.

Vísindamenn við Háskóla Nýja-Suður-Wales veltu því upp af hverju skeggtískan og það sem telst kynþokkafullt við þau breytist svo ört. Þeir komust að því að skeggtískan fylgir hipsterareglunni: Ef það er óalgengt, þá er það sexí.

Teymið sýndi sjálfboðaliðum 36 myndir af mönnum sem höfðu verið ljósmyndaðir fjórum sinnum á mismunandi stigum skeggvaxtar. Á fyrstu 24 myndunum fengu sjálfboðaliðarnir aðeins að sjá karlmenn á einu ákveðnu stigi en á síðustu tólf myndunum voru þrjár myndir frá hverju stigi.

Margir myndu eflaust halda að samhengið hefði ekki áhrif á það hvað fólki fyndist aðlaðandi en það gerði það engu að síður. Alskegg var talið mun meira aðlaðandi þegar það var sjaldgæfara en þegar það kom endurtekið fyrir á myndunum. Það sama gilti um órökuðu andlitin sem þóttu mun meira aðlandi í hópi skeggjaðra andlita en annars. Broddarnir þóttu þó alltaf jafnaðlaðandi sama hvað gekk á, nú eða jafnóaðlaðandi ef dæminu er snúið við en hvaða furðufuglum finnst broddar ekki kynþokkafullir, svona í alvöru?

Vísindamennirnir telja að alskeggstískan hafi náð hápunkti frægðarinnar og muni því fljótlega líða undir lok. 

Hins vegar má benda á að þó svo að alskeggið falli aftur í ónáð á næstu árum eru broddarnir í það minnsta ekki háðir tískusveiflum heldur smekk hvers og eins. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson