Játningar klámstjarna

Monitor þorir að fullyrða að ekkert foreldri dreymir um að börn sín verði klámstjörnur þegar þau verða stór. Klám er afar umdeilt og þá sérstaklega þar sem það þykir niðrandi fyrir konur en jafnvel dyggustu stuðningsmönnum klámiðnaðarins hlyti að finnast óþægilegt að vita af börnunum sínum innan hans.

Monitor fór á stúfana og gróf upp hvernig foreldrar nokkra klámstjarna brugðust við þegar þeir  fréttu af atvinnu barnanna sinna.

Stoya: Foreldrar mínir brugðust mismunandi við en grunn -viðbrögðin hjá þeim báðum voru „Þú ert barnið okkar, við elskum þig... Ertu á eiturlyfjum? Er verið að neyða þig til að gera þetta? Nei? Ókei þá.“ (Þess má geta að Stoya notar listamannsnafn ömmu sinnar sem klámnafnið sitt).

Jessica Drake: Ég var ekki náin móður minni yfirhöfuð og hún ákvað upp á sitt einsdæmi að segja föður mínum frá því á versta mögulega hátt: Hún sendi honum myndir af mér að stunda kynlíf. Þegar mér tókst að tala við hann um þetta vildi hann ekki ræða vinnuna sjálfa af augljósum ástæðum (og það vildi ég ekki heldur), en hann sagði mér að svo lengi sem ég væri hamingjusöm og örugg elskaði hann mig og styddi mig. 

Farrell Timlake: Mamma mín, merkilegt nokk, tók þessu betur en bróðir minn. Hann var ekki sáttur. Það sem meira er þá samþykktu vinir hans úr Stanford þetta enn síður. Ég hefði allt eins getað prentað stórt „L“ fyrir lúser á ennið á mér.

Tasha Reign: Ég sagði mömmu að ég ætlaði að gera meira af Penthouse-legum hlutum, það var fallega leiðin til að segja klám. Mamma er á báðum áttum um það hvort hún styðji þetta eða ekki. Ég held hún geri sitt besta og það er það eina sem ég get beðið nokkurn um, að reyna að skilja. Littla systir mín varð brjáluð út í mig og er það enn, eldri systir mín var mjög stuðningsrík. Einn bróðir minn skammaðist sín mikið fyrir mig og fyrir hinn snerist allt um að taka mér eins og ég er. Viðbrögð þeirra voru svona á á ýmsa vegu. 

Lisa Daniels: Ég vissi að þau yrðu ekkert yfir sig hrifin, en fjölskyldan mín er mjög náin og ég hélt að við yrðum það áfram.  Því miður ákváðu sumir að halda sig í góðri fjarlægð frá mér. Aðrir voru kurteisir en tengslin voru ekki eins og áður en ég gekk til liðs við iðnaðinn. Mamma og pabbi hafa stutt við bakið á mér í gegnum þetta allt saman og virt mína ákvörðun. Það eru liðin níu ár og sambandið við fjölskylduna er að byrja að batna. 

Michael Lucas: Ég lærði lögfræði við háskóla í Moskvu og auðvitað hefðu foreldrar mínir heldur kosið að ég yrði lögfræðingur en þau skildu líka þær kringumstæður sem leiddu til þess að ég yfirgaf Rússland, ég átti enga peninga til að læra og ég þurfti að eignast peninga.

Chanel Preston: Ég held að mömmu hafi fundist þetta svolítið ógeðslegt og pabbi var mjög þögull enda er ég viss um að honum fannst þetta mjög vandræðalegt. Þau höfðu bæði nokkrar áhyggjur af þessu en þau vita að ég er fullorðin og get valið hvað ég geri við líf mitt. 

Buck Angel: Augljóslega vissi konan mín af þessu þar sem hún hjálpaði mér. Ég sagði ekki minni nánustu fjölskyldu frá þessu í fyrstu vegna fordómanna og ég vissi ekki hvernig þau myndu bregðast við. Eldri systir mín er lögreglukona og mjög íhaldssöm og fordómafull á margan hátt en hún var mjög stuðningsrík. Þar sem ég hafði verið svo illa staddur þegar kom að eiturlyfjafíkn minni og af því að ég var trans var fjölskylda mín bara ánægð að sjá mig ná árangri. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson