Reiðir vegna nauðgunar í Game of Thrones

Í nýjasta þætti Game of Thrones sem sýndur var á sunnudagskvöldið vestanhafs nauðgar Jaime Lannister systur sinni Cersei við hliðina á líki sonar þeirra Joffrey. 

Aðdáendur þáttanna eru ýmsu vanir en þeir sem hafa einnig lesið bækurnar A Song of Fire and Ice voru ekki sáttir við atriðið þar sem það er ekki ekki í samræmi við upprunaleg skrif  George R. R. Martin. Í bókinni kemur þessi nauðgun hreint ekki fyrir enda er Cersei þar samþykk því að stunda kynlíf með bróður sínum og barnsföður við nákvæmlega sömu aðstæður.

Leikstjóri þáttanna, Alex Graves, hefur tjáð sig um atriðið og segir hann nauðgunina breytast í kynlíf með samþykki Cersei undir lokin þar sem valdabaráttan kveiki í þeim báðum. „Það virkaði mjög vel. Þetta er ein uppáhalds senan mín af öllum þeim sem ég hef gert.“

Bæði aðdáendur þáttanna og aðrir hafa gagnrýnt þessi orð Graves. Ekkert þykir benda til þess að Cersei hafi á nokkrum tímapunkti samþykkt að stunda kynlíf enda segir hún síendurtekið að það sé rangt og að hún vilji það ekki auk þess sem hún ber frá sér. Það alvarlegasta er að orð Graves þykja gefa til kynna að nauðgun sé á einhvern hátt ásættanleg og að fórnarlambið muni samþykkja það að lokum.

Leikarinn Nikolaj Coster-Waldau sem leikur Jamie hefur einnig tjáð sig um senuna en spurður um hvort Cersei hafi verið nauðgað sagði hann „Já og nei.“
 “Það eru augnablik þar sem Cersei gefur eftir, og augnablik þar sem hún ýtir honum í burtu. En þetta er ekki fallegt,“ sagði leikarinn. 

Aftur hafa aðdáendur risið upp og bent á að það sé hreinlega ekkert til sem heitir nauðgun á gráu svæði. Um leið og einhver gefi í skyn að viðkomandi vilji ekki stunda kynlíf eigi að láta slíkar umleitanir niðurfalla.

Höfundurinn bókanna, George R.R. Martin, hefur neitað því að hafa vitað af breytingunni á viðkomandi senu. Hann hefur ákveðna samúð með því sem hann kallar fiðrildaáhrifin (e. butterfly effect) en hann vill meina að með því að breyta einu litlu smáatriði þurfi alltaf að breyta meira og meira. „Atriðið átti alltaf að vera truflandi...en mér þykir það miður ef það hefur truflað fólk af röngum ástæðum,“ segir Martin.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson