Adolf Ingi Erlingsson ókrýndur selfie-konungur?

Ótrúlegt en satt þá er þessi mynd selfie.
Ótrúlegt en satt þá er þessi mynd selfie. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íþróttafréttamaðurinn ástsæli, Adolf Ingi Erlingsson, sem sárt er saknað úr sportinu, hefur nú snúið spjótum sínum að allt öðru. Óhætt er að segja að Adolf sé með alla puttana á öllum púlsunum, en nú hefur hann tekið hið alræmda fyrirbæri „selfie” á nýtt plan og þykir slá út mörgum stórstjörnunum sem hingað til hafa lagt sig allar í gjörninginn.

Gárungar segja að skvísur á borð við Rihanna, Kim Kardashian og fleiri kanónur eigi ekki roð í kappann eins og staðan sé núna. Adolf hefur nefnilega sett sinn einstaka brag á myndirnar, sem þykja með eindæmum skemmtilegar, hressandi og allt að því listrænar. Adolf er með þessu framtaki að sinna þeim fjölmörgu aðdáendum sem sakna þess að sjá hann á skjánum og gerir afbragðsvel. Hvort um sé að ræða nýtt „trend” verður svo tíminn einn að leiða í ljós.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant