Alþjóðleg sumargleði í Stúdentakjallaranum

Stúdentakjallarinn - Háskólatorg
Stúdentakjallarinn - Háskólatorg Ómar Óskarsson

Alþjóðleg stemning mun ríkja í Stúdentakjallaranum næstu tvo dagana.

Fimmtudaginn 24, apríl, sumardaginn fyrsta, verður uppistand á ensku í Stúdentakjallaranum með bandaríska uppistandaranum, grínistanum og leikaranum Keith Michael Ashton. 

Keith, sem er alinn upp í Brooklyn, New York, hefur komið fram í bandarísku sjónvarpi, m.a. á CBS, BET og Comedy Central. Hann lauk BA-námi frá New York University en býr og starfar í Los Angeles. 
Keith er staddur hér á landinu með unnustu sinni, en hún er gestafyrirlesari í kínverskum fræðum hjá Konfúsíusarstofnun við Háskóla Íslands.

Föstudaginn 25. apríl verða tónleikar í Stúdentakjallaranum með kanadíska tónlistarmanninum David Porteous.

David, sem býr í Toronto, er þrítugur tónlistar- og kvikmyndagerðarmaður. Hann hefur samið tónlist fyrir fjölda kvikmynda og hlotið fyrir það ýmsar viðurkenningar og tilnefningar. Hann er nú staddur á Íslandi við upptökur á nýrri tónlist. Upptökurnar fara fram í hljóðverinu Sundlauginni.

Báðir viðburðirnir hefjast kl. 21 en aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant