Safnaði milljón punda með síðustu kveðjunni

Þessi mynd fylgdi síðustu skilaboðum Stephen á Facebook.
Þessi mynd fylgdi síðustu skilaboðum Stephen á Facebook.

Þegar Stephen Sutton var greindur með krabbamein í þörmum 15 ára gamall hóf hann samstundis vinnu við að safna fé í sjóð til styrktar unglingum með krabbamein. Fjórum árum síðar hefur Stephen tekist að safna meira en einni milljón punda eða hátt í 200 milljónum íslenskra króna.

Stephen notaði svanasöngslista (e. bucket list) þar sem hann skrifaði niður hluti sem hann vildi ná fram áður en hann syngi sitt síðasta, ef svo má að orði komast, og yfirgæfi þennan heim. Hann fékk fólk til að heita á sig og safnaði þannig fé í hvert skipti sem hann kláraði eitthvað á listanum en minnti þannig einnig á mikilvægi þess að njóta lífsins. Meðal þess sem Stephen strikaði af listanum var að spila á trommur á Wembley-leikvanginum fyrir framan 90 þúsund manns, að knúsa fíl, fara í fallhlífarstökk og fá sér tattú.

Í gær setti Stephen inn færslu á facebooksíðu sína þar sem hann kvaddi fylgjendur sína. „Þetta er síðasti þumallinn upp frá mér! Ég held að þetta sé bara einni hindrun of mikið.“ Hann sagði jafnframt að sér þætti miður að þurfa að kveðja svo snögglega og að hann myndi að sjálfsögðu berjast áfram en að hann væri á góðum stað andlega. „Þetta er búið hjá mér. En lífið hefur verið gott. Mjög gott.“ 

Skilaboðin leiddu til þess að á einni nóttu söfnuðust meira en 250 þúsund pund og önnur 200 þúsund bættust við í morgun. Í framhaldinu tísti Stepen þakkarkveðjur til fylgjenda sinna: „Ég stend á öndinni yfir þessu öllu saman af svo mörgum ástæðum,“ tísti Stephen.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson