Er Avril Lavigne rasisti?

Twitter logar í kjölfar birtingu á nýju myndbandi Avril Lavigne við lagið „Hello Kitty“.

Myndbandinu mun vera ætlað að fagna Kawaii menningu Japana. Þess í stað þykir myndbandið draga fram staðalímyndir sem vesturlandabúar hafa um Kawaii og gera þannig lítið úr Japönum. Ýmsir vefmiðlar og tístarar hafa sakað Lavigne um að ýta undir fordóma en hún svaraði gagnrýnendum sínum á Twitter í gær.

„RASISTI??? LOLOLOL!!! Ég elska japanska menningu og eyði helmingnum af tíma mínum í Japan. Ég flaug til Tokyo til að taka þetta myndband upp... sérstaklega fyrir japanska aðdáendur mína, MEÐ japönsku útgefundunum mínum, japönskum danshöfundum og japönskum leikstjóra Í Japan.“

Lagið var samið af Lavigne og eiginmanni hennar, forsprakka Nickelback, Chad Kroeger. Hægt er að berja myndbandið augum hér að neðan en eflaust má benda á að meintur rasismi er langt því frá það eina slæma við „Hello Kitty“.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant