Ný vörn gegn nauðgunum

Kitestring  er ný þjónusta á vefnum sem miðar að því að tryggja öryggi fólks á götum úti.
App gegn nauðgunum og líkamsárásum eru ekki alls óþekkt en Kitestring mun vera það fyrsta sem ekki krefst þess að fórnarlamb árásar snerti símann sinn með einhverjum hætti til að senda skilaboð um að viðkomandi sé í hættu.

Þjónustan virkar þannig að notandinn gefur Kitestring upp einhvern ákveðinn tímaramma þar sem viðkomandi mun vera einn á gangi eða í öðrum aðstæðum sem gætu virst ógnandi. Þegar tíminn er liðinn sendir Kitestring notendanum skilaboð og ef þeim skilaboðum er ekki svarað sendir þjónustan neyðarboð til þeirra aðila sem notandinn hefur beðið um að verði látnir vita. Þar sem þjónustan er ekki app sem slíkt heldur á vefnum virkar hún á öllum snjallsímum.

Þjónustan er ókeypis utan þess kostnaðar sem gæti komið til sé sms sent til sem neyðarboð. Hægt er að verða sér úti um þjónustuna hér.

Eflaust taka margir þessari þjónustu fagnandi en þó hér sé talað um vörn gegn nauðgunum minnir Monitor að það er ekki á ábyrgð fórnarlambsins að verjast nauðgun. Nauðgun er alltaf á ábyrgð gerandans. Punktur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson