Tók fóstureyðinguna upp á myndband

Emily Letts er 25 ára og starfar sem fóstureyðingaráðgjafi í New Jersey. Þegar hún varð ólétt vissi hún að hún vildi ekki eiga barnið en einnig að hún vildi deila reynslu sinni með öðrum.

„Þetta var fyrsta óléttan mín og satt að segja hafði ég ekki notað neinar getnaðarvarnir, sem er klikkað, ég veit. Ég fræði fólk um kynlíf og elska að tala um getnaðarvarnir. Fyrir þessa reynslu höfðu hormónagetnaðarvarnir hrætt mig vegna aukaverkana sem ég hafði heyrt um frá vinum mínum. Svo ég fylgdist með tíðahringnum og átti enga bólfélaga til lengri tíma. Ég hélt að það væri í lagi. En, þið vitið, hlutir gerast. Ég varð ólétt,“ segir Letts í pistli á cosmopolitan.com.

Myndbandið sýnir ekki aðgerðina sjálfa sem slíka og allt sem læknirinn gerir er út úr mynd. Myndavélinni er þess í stað beint að andliti Letts svo áhorfandinn fær að fylgjast með því hvernig hún upplifir aðgerðina.

„Ég veit að margar konur fá samviskubit. Ég hef séð tárin. Sorgin er mikilvægur hluti af ferlinu fyrir konu en það sem ég vildi taka á með myndbandinu er sektarkenndin.“

„Samfélag okkar elur á þessari sektarkennd. Við öndum henni að okkur úr öllum áttum. Jafnvel konur sem koma á stofuna til okkar, algjörlega öruggar með sína ákvörðun, segja að þær upplifi sektarkennd fyrir að finna ekki til sektarkenndar. Jafnvel þó svo að þær viti 110 prósent að þetta sé rétta ákvörðunin fyrir þær þá þrýsta þær á sjálfar sig að láta sér líða illa yfir henni.“

Emily segist ekki upplifa sektarkennd yfir aðgerðinni sjálfri þó svo að henni hafi vissulega liðið illa yfir því að hafa ekki verið ábyrg og notað verjur.

Að gefnu tilefni vill Monitor minna á að eina getnaðarvörnin sem jafnan ver gegn kynsjúkdómum er smokkurinn. Hægt er að horfa á myndbandið hér að neðan og með því að smella á tenglana má meðal annars lesa um upplifun tveggja íslenskra kvenna sem ákváðu báðar að fara í fóstureyðingu en með misjöfnum afleiðingum þó.

Hvers vegna myndi kona fara í fóstureyðingu?

„Ætluðum bara í fóstureyðingu ef við yrðum óléttar“

„Að sjá þetta er það ömurlegasta“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant