Þrír á spítala eftir andaglas

Jon Santa Cruz / Rex Features

Þrjú ungmenni voru lögð inn á spítala í Mexíkó í vikunni með merki um blindu, heyrnarleysi og ofskynjanir eftir að hafa farið í andaglas.

Hin 22 ára Alexandra Huerta hafði verið í andaglasi í stutta stund með bróður sínum Sergio og frændanum Fernando Cuevas þegar hún byrjaði að rymja og hegða sér eins og hún væri andsetin, samkvæmt The Daily Mail. Fljótlega fóru Sergio og Fernando einnig að fá ofskynjanir og virtust hvorki sjá né heyra nokkuð. 

Foreldrar systkinanna hringdu í neyðarlínuna til að fá aðstoð sjúkraflutningamanna eftir að kaþólskur prestur hafði neitað þeim um hjálp. Presturinn mun ekki hafa verið tilbúinn til að særa anda úr unga fólkinu þar sem það sækir ekki messur reglulega.

Sjúkraflutningamennirnir heftu hreyfingar Alexöndru svo að hún færi sér ekki að voða. Öll þrjú fengu þau lyf gegn streitu, verkjalyf og augndropa og mun það hafa slegið á einkennin.

Fyrir þá sem aldrei hafa verið 12 ára í Þórsmörk er andaglas leikið þannig að búin er til tafla eða borð með stafrófinu og öðrum táknum ásamt orðunum já og nei. Á Íslandi er yfirleitt lagt glas á borðið og allir þátttakendur leggja fingur á glasið og svo er spurt hvort andi sé í glasinu. Í Ameríku eru yfirleitt notast við ör eða einhvers konar smáhlut í stað glassins en andar að handan eiga að geta átt samskipti við hina lifandi með því að hreyfa hlutinn og stafa það sem þeir vilja segja. Ótal draugasögur eru til af því hvernig andaglas hefur leikið hina lifandi grátt.

Hér að neðan má sjá myndband af Alexöndru eftir að sjúkraliðið hafði bundið hana niður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler