Vildi sleikja upphandlegg Hafþórs

mbl.is/Sighvatur

Hafþór Júlíus Björnsson situr fyrir svörum á vefsíðu Sports Illustrated í dag en þar ræðir hann bæði um hlutverk sitt í Game of Thrones og lífið sem kraftlyftingarmaður.

Fram kemur að Hafþór neytir um 8.000 kaloría dag hvern og að eitt af markmiðum hans sé að ná hálfu tonni í réttstöðulyftu. Sitt helsta markmið segir hann þó vera að öðlast titilinn Sterkasti maður í heimi en Hafþór endaði í öðru sæti í keppninni í maí.

Blaðamaður Sports Illustrated spyr Hafþór að því hvort hann sé oft beðinn að lyfta fólki. Hafþór jánkar því og segist oft taka vel í það en ekki á flugvöllum eða slíkum stöðum. 

„Undarlegustu beiðnina fékk ég mjög nýlega, daginn fyrir þjóðhátíðardaginn á Íslandi, 17. júní, þegar unglingsstrákur nálgaðist mig og spurði hvort hann mætti fá mynd af sér að sleikja á mér upphandleggsvöðvann,“ segir Hafþór Júlíus í viðtalinu sem hægt er að lesa í heild sinni hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant