Fyrsta myndbandið í nær áratug

Quarashi á tónleikum árið 2011.
Quarashi á tónleikum árið 2011. Ernir Eyjólfsson

Eins og Monitor greindi frá síðastliðinn föstudag fóru fram tökur á myndbandi Quarashi við lagið „Rock On“ um helgina. Ákveðið var að sóa sem minnstum tíma við útgáfu myndbandsins og verður það gefið út á morgun, föstudag, aðdáendum vafalaust til mikillar gleði enda hafa þeir mátt bíða í nær áratug eftir nýju myndbandi frá rappsveitinni.

 „Rock on“ kom út 15. maí í tilefni af endurkomu sveitarinnar og hefur það notið nokkurra vinsælda á útvarpsstöðvum landsins. Í myndbandinu við lagið koma við sögu þeir Egill „TINY“ Ólafur Thorarensen, Steinar Fjeldsted og Sölvi Blöndal. Myndbandið, sem er í leikstjórn Eilífs Örns Þrastarsonar, er ferðalag inn í þá 90's nostalgíu sem hljómsveitin stendur fyrir en þar kemur meðal annars til sögu úrelt tækni á borð við kassettur og VHS tæki. 

Á átta ára ferli sínum seldi Quarashi um 400 þúsund plötur á heimsvísu, hélt hundruð tónleika í fjórum heimsálfum auk þess að vinna og spila með heimsþekktum listamönnum eins og Cypress Hill og The Prodigy, Eminem, Guns and Roses, Weezer og fleirum.

Síðast gaf hljómsveitin út hljómplötuna ‘Guerilla Disco’ árið 2005. Hljómsveitin hélt endurkomu tónleika á Bestu útihátíðinni 2011 þar sem helstu lög sveitarinnar voru flutt í viðurvist 12.000 manns á Hellu. Quarashi koma með til að endurtaka leikinn í ár á Þjóðhátíð eftir þriggja ára fjarvist og að sögn hljómsveitarmeðlima er þetta „síðasta giggið“.

Skjáskot úr myndbandinu við „Rock On“.
Skjáskot úr myndbandinu við „Rock On“.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson