10 þúsund vildu vera í Game of Thrones

Næsta þáttaröð Game of Thrones verður meðal annars tekin upp í Seville og Osuna á Spáni í vetur og í vikunni auglýsti spænska framleiðslufyrirtækið Fresco Film eftir statistum fyrir tökurnar.

Samkvæmt The Local opnaði fyrirtækið fyrir umsóknir á fimmtudaginn í gegnum Facebook og í gær var tilkynnt að 10.000 umsóknir höfðu verið skráðar innan 24 tíma.

Tökur hefjast í október og er því spáð að Alcazar höllin í Seville muni leika þar stórt hlutverk en höllin og garðarnir í kring eru gamalt Máravirki og eru á heimsminjaskrá Unesco. Nú bíður Fresco Film hinsvegar það ærna verk að sigta í gegnum allar umsóknirnar og finna þær fáu, heppnu hræður sem fá að taka þátt í Game of Thrones ævintýrinu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant