Búast við 700 brosum

Jafningjafræðslan 2014.
Jafningjafræðslan 2014. Ljósmynd/ Jafningjafræðslan

Á morgun verður Hafnarstrætinu lokað að hluta til í tilefni af Götuhátíð Jafningjafræðslu Hins hússins. Viðburðurinn er ein stærsta vímuefnalausa hátíð Reykjavíkurborgar og er í eins konar karnival stíl að sögn Karenar Bjarkar Eyþórsdóttur jafningjafræðara.

„Hlutverk Jafningjafræðslunnar er að tala við 10. bekkinga og stundum 9. bekkinga í sumar um allskyns tabú hluti, kynlíf, kynhneigðir, eiturlyf, sjálfsmynd og fullt fullt fleira,“ segir Karen. „Okkar hlutverk er einnig að standa fyrir vímuefnalausum viðburðum og þess vegna erum við að halda þessa götuhátíð,“ bætir hún við og tekur jafnframt fram að Jafningjafræðslan sé sérlega skemmtileg sumarvinna.

„Þetta er ein af stærstu vímuefnalausu hátíðum landsins og í fyrra mættu um 700 manns og við búumst að sjálfsögðu ekki við neinu nema jafnmörgum brosum og hamingjustraumum í ár.

Viðburðinum mun einna helst beint að 10. bekkingum en Karen segir alla velkomna. Í boði verða pylsur, gos, Prins Póló og kandífloss auk þess sem boðið verður upp á fatamarkað og lifandi bókasafn.

„Lifandi bókasafn lýsir sér þannig að þú „leigir“ manneskju út án gjalds til þess að spjalla við svo hún er eins og lifandi bók. Við erum með fólk frá Trans Íslands, Femínistafélaginu, Samtökunum 78 og Siggu Dögg til að nefna dæmi,“ segir Karen en hún telur hátíðargesti án efa geta lært ýmislegt mikilvægt af heimsókn á bókasafnið.

Af tónlistaratriðum nefnir Karen að Friðrik Dór, Reykjavíkurdætur, Benni B Ruff og 12:00 hafi boðað komu sína og hún hvetur fólk til að flykkjast í portið bak við Hitt húsið milli klukkan 14. og 16. á morgun.

Hver veit nema það verði verjur á svæðinu.
Hver veit nema það verði verjur á svæðinu.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant