Dr. Gunni falsaði kaupsamning

Gunnar Lárus Hjálmarsson.
Gunnar Lárus Hjálmarsson. Kristinn Ingvarsson

„Einu sinni falsaði ég kaupsamning á íbúð í Grindavík og náði einhverri fúlgu út, skjálfandi á beinunum fyrir framan einhverja stranga konu á skrifstofu úti í bæ,“ viðurkennir Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni, á vefsvæði sínu.

Gunnar Lárus skrifar þar færslu um skyldusparnað og minnist þess að þegar hann hóf að vinna á níunda áratug síðustu aldar hafi hann þurft að greiða 15% af lanum í skyldusparnað. Hægt var að fá þennan sparnað greiddan út, til dæmis ef viðkomandi keypti sér húsnæði.

Í færslu sinni segir Gunnar Lárus að úr því brot hans sé fyrnt geti hann viðurkennt það. „Einu sinni falsaði ég kaupsamning á íbúð í Grindavík og náði einhverri fúlgu út, skjálfandi á beinunum fyrir framan einhverja stranga konu á skrifstofu úti í bæ. Ég skil eiginlega ekki hvernig ég gat verið svona kræfur. Svo fór peningurinn auðvitað allur í fyllirí og rugl.“

Hann tekur reyndar fram að einnig hafi verið hægt að fá sparnaðinn út ef viðkomandi gekk í hjónaband. „Þetta kom auðvitað aldrei til greina fyrir mig því ég var svo mikill lúði og þekkti engar stelpur og hafði litla reynslu af þeim.“

Vefsvæði Gunnars Lárusar

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant