Um hvað er lagið hans Óla Geirs?

DJ Óli Geir
DJ Óli Geir

Síðasta sumar var líklega ekki það besta í lífi Ólafs Geirs Jónssonar sem er betur þekktur undir nafninu DJ Óli Geir. Tónlistarhátíðin Keflavik Music Festival sem hann stóð fyrir þótti heppnast sérlega illa og svo fór að Óli Geir var úrskurðaður gjaldþrota í febrúar á þessu ári.

Óli Geir er þó ekki af baki dottinn og hefur gefið út nýtt lag í samstarfi við þýskan útgefanda. „Ekki vera manneskjan sem féll. Vertu manneskjan sem stóð upp og hélt áfram,“ segir Óli á Facebook-síðu sinni um frumsýningu lagsins.

Titill lagsins er „Flocka“. Monitor þykir heldur ólíklegt að það sé óður Óla Geirs til umhverfisvænnar sorphirðu og leitaði því til Urban Dictionary eftir aðstoð. Netorðabókin góða skilaði eftirfarandi niðurstöðum.

1. Að æpa handahófskennt „Flocka“ þegar þú heyrir lag með Waka Flocka Flame.

2. Karlmaður (líklega Bandaríkjamaður af afrískum uppruna) sem er með dredda sem eru minnst 20 sentímetra langir. Flockarar ferðast í hópum og ráðast handahófskennt á ugglausa vegfarendur fyrir bolinn hans, skóna, peninginn eða nokkurn veginn hvað sem þeir vilja. Flocka er ekki flocka nema hann noti reglulega almenningssamgöngur og betlar dollar fyrir utan McDonalds. Go Go tónlist og Waka Flocka er uppáhalds tónlist flocka. 

3. Hreint kókaín. 

4. Annað orð yfir F-sprengjuna.

fuck you animated GIF

5. Það sem þú segir við mömmu sem er að fríka út.

image

6. Annað orð yfir skammbyssu.

7. Annað orð yfir marijúana.

Ef þú ert engu nær getur þú hlustað á „Flocka“ hér að neðan á meðan þú íhugar málið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant