Alsæla á Eistnaflugi

Hljómsveitin HAM slær botninn í Eistnaflug í kvöld.
Hljómsveitin HAM slær botninn í Eistnaflug í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Um 1800 manns eru staddir á Neskaupsstað þar sem árshátíð þungarokksins, Eistnaflug, hófst á miðvikudag og nær hápunkti sínum í kvöld þegar HAM stígur á svið. Öll gisting í bænum er upppöntuð en flestir gestir hátíðarinnar gista í tjöldum.

„Tónleikarnir voru að byrja aftur núna rétt í þessu og svo er bara dagskrá til klukkan fjögur í nótt. Við endum þetta á HAM í kvöld sem er besta hljómsveit í heimi, þannig að það verður erfitt að toppa það,“ segir Stefán Magnússon framkvæmdastjóri hátíðarinnar.

Stemningin er að sögn Stefáns „afskaplega notaleg og allt eins og það á að vera“. Gestir hafa fengið að upplifa ýmis blæbrigði í veðrinu, en á heildina litið hafa veðurguðirnir verið þeim góðir. 

Mánaðarrigning á þremur tímum

„Það var náttúrulega ruglveður hérna á fimmtudaginn, algjör steik, en svo lentum við líka í rigningu aldarinnar hér í gærmorgun. Hún minnti okkur á að það er búið að rigna sumstaðar í mánuð, því það kom bara mánaðarrigning hér á þremur tímum,“ segir Stefán. Það kom þó ekki að sök fyrir tjaldgesti, allavega ekki til langs tíma.

„Það fór allt á flot hér fyrir hádegi í gær, en síðan hætti að rigna og búið að vera þurrt síðan. Nú er bara rosalega milt og gott og æðislegt veður.“

Eistnaflug hefur orð á sér fyrir að vera mikil friðsemdarhátíð þar sem sterkt bræðra- og systralag ríkir í takt við döka tóna rokksins. Stefán gaf það út í samtali við mbl.is fyrir helgina að „engin fávitahegðun“ væri í boði á Eistnaflugi, og það hefur líka gengið eftir að gestir eru til stakrar fyrirmyndar. 

„Og nú er síðasti dagurinn svo þá er bara að menn haldi haus og klári þetta almennilega, þá er þetta bara frábært.“

Stefán Magnús­son er prím­us mótor Eistnaflugs á Neskaupsstað.
Stefán Magnús­son er prím­us mótor Eistnaflugs á Neskaupsstað.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant