Bjóða til veislu í bílakjallara

Fjölbreytni hefur einkennt skapandi sumarstarf í Garðabæ í ár.
Fjölbreytni hefur einkennt skapandi sumarstarf í Garðabæ í ár. Þórður Arnar Þórðarson

16 ungmenni hafa unnið við skapandi sumarstörf hjá Garðabæ í sumar. Nú er komið að lokum starfsins og því verður haldin uppskeruhátíð á fimmtudaginn milli 17 og 20.

„Hún verður með aðeins öðruvísi sniði í ár, við völdum frekar óvenjulega staðsetningu: nýja bílakjallarann á Garðatorgi. Það er nefnilega verið að byggja upp nýjan miðbæ í bænum og okkur langar til að styðja að því að sú hugmynd verði að veruleika,“ segir tónlistarkonan Rebekka Sif Stefánsdóttir, eitt ungmennanna 16. „Við viljum auðvitað að sem flestir komi og sjái uppskeruna af starfinu okkar og njóti með okkur. Það verður allavega eitthvað fyrir alla.“

Rebekka segir að í ár hafi verið tvö hópverkefni og annars aðeins einstaklingsverkefni hjá skapandi sumarstörfum Garðabæjar. Í ár hafi þó verið bryddað upp á þeirri nýjung að þátttakendum var skipt í hópa í hverri viku og hóparnir stóðu svo fyrir gjörningum í Garðabæ á hverjum föstudegi.

Við erum með höfuðstöðvar í Flataskóla og ef þú kíkir inn í þessi nokkur herbergi sem við erum með þá er til dæmis hægt að sjá Svanhildi Höllu að mála vatnslitamálverk, Rebekku Jenný að búa til límonaðistand fyrir ljóðþyrsta, Jóhann Hinrik að vinna myndbönd og filmumyndir í tölvu, heimastúdíó í lítilli tölvustofu sem ég setti upp, og svo heyrist klarinettuspil Baldvins Ingvars óma í gegnum tilraunakennda tónlist Arnar Gauta,“ segir Rebekka um dagleg störf hópsins. „Ásta Júlía Elíasdóttir leikkona er flokkstjórinn okkar og hún stendur sig vel við að redda okkur öllu nauðsynlegu til að skapa listina okkar,“ segir hún og bætir við að Ásta sé einnig dugleg við að hvetja hópinn til dáða.

Tónlistin býr í börnunum

Sjálf hefur Rebekka farið á alla leikskóla Garðabæjar með söngstund og tónlistarfræðslu og einnig á elliheimili. „Að vakna á hverjum morgni í tvær vikur og mæta skælbrosandi andlitum söngelskandi barna er bara ólýsanlega frábær tilfinning,“ segir Rebekka. Ég er sérstaklega ánægð með að það hafi heppnast að kenna börnunum muninn á dúr og moll. Ég einfaldlega sagði þeim að dúr væri glaður og moll leiður, og fór svo í leik með þeim. Á öllum leikskólum hrópuðu börnin rétt svar, tónlistin býr greinilega djúpt í okkur öllum.“

Rebekka gaf út sitt fyrsta lag á dögunum en það heitir „Our Love Turns To Leave“. Hún segist ekki hafa spilað frumsamda tónlist á leikskólunum enda hafi hún verið sátt með að syngja „Let It Go“ og „Enga fordóma“. „Ég tók hinsvegar upp gítarinn og spilaði nokkur af mínum lögum á elliheimilunum, ásamt því að taka „Einu sinni á ágústkvöldi“ og fleiri þekkta slagara,“ segir Rebekka. Nýja lagið tók hún upp í stúdíói sem hún setti upp í Flataskóla og naut hún fulltingis gítarleikarans Arons Andra Magnússonar. „Þetta er búið að vera klikkaðslega skemmtilegt ferli, ekki leiðinlegt að fá borgað fyrir að skapa og gleða aðra.“

Rebekka Sif umkringd ungum aðdáendum.
Rebekka Sif umkringd ungum aðdáendum.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant