Búast við að fylla Bar 11

Rökkvi Vésteinsson, uppistandari.
Rökkvi Vésteinsson, uppistandari. Ernir Eyjólfsson

Á hátíðinni Iceland Comedy Festival koma saman uppistandarar sem hafa fengið að spreyta sig í svokölluðu Tilraunauppistandi sem farið hefur fram víða um land á árinu. Hátíðin hefst í kvöld klukkan 21:30 á Bar 11 en Uppistand.is stendur fyrir henni. 

Um er að ræða þrjú uppistandskvöld á Bar 11 en í kvöld fer fram Best of Tilraunauppistand. Þar koma fram þeir uppistandarar sem þótt hafa hvað bestir á áðurnefndum tilraunakvöldum.

Í ár verður hátíðin haldin í þriðja sinn en í fyrra var hún einstaklega vel sótt og fer hún vaxandi að sögn Rökkva Vésteinssonar, skipuleggjanda hátíðarinnar.

„Þessi Tilraunauppistandskvöld hafa verið full núna á hverju kvöldi í marga mánuði en voru það ekki þegar þau byrjuðu. Núna er næstum alltaf fullt, stundum troðfullt,“ segir Rökkvi.

„Það hefur komið mér á óvart hve margri góðir uppistandarar koma út úr hátíðinni. Ég batt ekki miklar vonir við það þegar ég byrjaði með þetta,“ segir hann um þátttakendur hátíðarinnar.

Rökkvi telur að í kvöld verði fullt hús og að jafnvel þurfi að vísa fólki frá því allt bendi til að það verði uppselt. Hann tekur fram að greitt verði við inngang en aðgangsgjald fyrstu tvö kvöldin eru 1.000 krónur en 1.500 krónur á laugardag.

Á morgun þann 25. júlí verður síðan haldið góðgerðaruppistandskvöld þar sem allur aðgangseyrir mun renna til Barnaspítalasjóðs Hringsins.

Á Facebooksíðu Góðgerðaruppistandsins kemur fram að Rökkvi hafi safnað á árunum 2007-2013 einni milljón íslenskra króna með uppistöndum. Fjárhæðin rann til góðgerðarmála en af fjárhæðinni runnu 780.000 krónur til Barnaspítala Hringsins.

Laugardaginn 26. júlí kemur til landsins uppistandarinn Dean Young frá Kanada en hann nýtur sífellt aukinna vinsælda í uppistandsheiminum.

Facebooksíða Uppistand.is

Á meðfylgjandi myndbandi má sjá Dean Young leika listir sínar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson