Er standpína sama og samþykki?

Fáðu já gildir um alla, ekki bara karla.
Fáðu já gildir um alla, ekki bara karla. Árni Sæberg

Í fyrra skrifaði ég pistil um „karlréttindi“ þar sem ég vildi vekja máls á þeim réttindum karlmanna sem oft eru fótum troðin en lítið rædd. Ég fékk alls konar viðbrögð við þeim pistli en einn tölvupósturinn hefur setið í mér lengi. Hann var frá nemanda í kynjafræði við HÍ og innihélt meðal annars þessa setningu:

„Mæli með að þú tékkir á tölum og skýrslum sem koma frá Stígamótum eða neyðarmóttökunni og þá sérðu kannski að það er sjaldan sem konur eru að nauðga karlmönnum.“

Þarna fannst mér bóklega námið hafa brugðist þessum pennavini mínum enda nokkuð ljóst að þessar tölur gefa ekki raunhæfa mynd af vandamálinu. Samkvæmt hefðbundnum (og alröngum) hugmyndum um karlmennsku er „alvöru karlmönnum“ ekki nauðgað og þá síst af konum. Þessar hugmyndir setja marga óneitanlega í erfiða aðstöðu. Skyldi vera að konur nái kynferðislegum vilja sínum fram við karlmenn gegn þeirra vilja án þess að þeir tilkynni það eða jafnvel viðurkenni það fyrir sjálfum sér og öðrum?

Í fyrra sagði ungur maður frá því í viðtali þegar honum var nauðgað á skólaballi. Hann hafði vart verið með rænu vegna ölvunar og lagst út af en þá kom stúlka aðvífandi og veitti honum munnmök gegn vilja hans. Hann sagði frá skömminni sem hann fann til og hvernig hann fékk loks taugaáfall og lagðist inn á geðdeild. Hver skyldu viðbrögð athugasemdakerfisins vera við frásögninni?

„Að grenja yfir einu totti skil ég ekki.“

„What are you a girl or something?“

Sem betur fer eru athugasemdir af þessu tagi í minnihluta og margar óviðeigandi glefsur hafa verið fjarlægðar en þarna sést vandamálið skýrt. Of oft er gefið í skyn við stráka að þeir séu ógurlegar kynverur sem eigi að taka það sem þeir fá og hlæja síðan karlmannlega að því eftir á með félögum sínum. Limur í reisn þykir óbrigðult merki um að strákur vilji stunda kynlíf og reglulega er stúlkum sagt að strákar séu alltaf til í tuskið. Kannski eru sumir það, kannski trúa sumir að þeir séu það, kannski myndu sumir aldrei þora að segja frá því að þeir eru það ekki.

Mikið hefur farið fyrir góðri og mikilvægri umræðu um það að hvorki klæðnaður, hegðun eða nokkuð annað í fari kvenna réttlæti nauðgun og var það undir þeim formerkjum sem Druslugangan góða var stofnuð. Druslugangan hefur átt þátt í að hjálpa ótal einstaklingum en áhersla göngunnar hefur mest, eflaust eðlilega, verið á konur. Í ár vona ég hins vegar að þátttakendur og skipuleggjendur Druslugöngunnar veki einnig sérstaka athygli á því að nei þýðir líka nei þegar viðkomandi er með typpi og þá jafnvel þótt það sé í reisn. Við þurfum öll að minna strákana og mennina í kringum okkur á að skömmin við nauðgun á alltaf og aðeins heima hjá gerandanum, enda á enginn að þurfa að veigra sér við að leita sér hjálpar eða tilkynna brot. 

Anna Marsý
annamarsy@monitor.is

Druslugangan hefst klukkan 14:00 laugardaginn 26. júlí en gengið verður frá Hallgrímskirkju að Austurvelli. Monitor hvetur alla til að mæta í gönguna og leggja þannig sitt á vogarskálarnar gegn kynferðislegu ofbeldi.

Anna Marsibil, ritstjóri Monitor.
Anna Marsibil, ritstjóri Monitor.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson